Fer Obama sömu leið og Dukakis?
26.8.2008 | 20:26
Ég deili þeirri skoðun með mörgum að Demókratar hafi kastað frá sér komandi kosningum með því að velja ekki Hillary Clinton sem frambjóðanda. Obama einfaldlega venst illa, stendur fyrir ósköp fátt á meðan McCain virkar hlýr og yndislegur kall. Málið er að Obama mun tæpast ná til millistéttarinnar sem fylkti sér um Hillary. það fólk er byrjað að sjá Hillary fyrir sér sem frambjóðenda 2012 tapi Obama nú og það gæti orðið honum hættulegt. Annars virðist Rebúbikönum vera að takast það sama og 1988 þegar þeir máluðu Dukakis upp sem ógnar frjálslyndan mann. Herferð þeirra nú gegn Obama gengur út á það sama og þeir spila líka á útlit þeirra en Dukakis er sonur grískra innflytjenda og ber það með sér á sama hátt og Obama ber með sér afríkanskan uppruna sinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú hef ég misst af einhverju! Er McCain að "spila" á útlit Obama? Þeir einu sem virðast minnast á litarhátt eða kynþátt Obama eru að mér sýnist demókratar, en ekki republikanar.
Annars hef ég ekki getað fylgst nægilega vel með, þannig að maður skyldi ekki fullyrða.
-sigm. (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 21:07
Mikið er ég sammála þér. Held að Hillary hefði haft öruggan sigur á McCain en því miður tel ég ekki hið sama eiga við um Obama....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.8.2008 kl. 22:28
Svona, svona...ekki þessa svartsýni! Obama rúllar þessu upp á lokasprettinum.
Róbert Björnsson, 26.8.2008 kl. 22:44
McCain virkar hlýr og yndislegur kall? En er hann það í raun?
Lestu þetta sem er á wikipedia
http://en.wikipedia.org/wiki/Mccain#Commanding_officer.2C_liaison_to_Senate.2C_and_second_marriage
Og þetta sem er í nýrri bók
http://rawstory.com/news/2008/McCain_temper_boiled_over_in_92_0407.html
Björn Einarsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.