Frábær ræða Hillary !
27.8.2008 | 08:30
Bandarískir stjórnmálamenn eru einstakir þegar kemur að ræðutækni og Hillary Clinton er þar engin undantekning. Ræða hennar í nótt á flokksþingi Demókrata var vel uppbyggð og snilldarlega flutt. Hún nefndi Obama 9 eða 10 sinnum í ræðu sinni og lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við hann vegna þess að nauðsynlegt væri fyrir þjóðina að fá Demókrata í forsetastól eftir átta ár af Georg Bush. En eins og stjórnmálaskýrendur bentu strax á þá sagði hún ekki meira en hún þurfti um Obama, lofaði ekki karakter hans né eyddi orðum að því hve góður forseti hann yrði. Sem sagt; Frábær ræða, lýsti heiðarlega yfir stuðningi við Obama en ræðan þjónaði þó fyrst og fremst hennar framtíðarmarkmiðum að fara fram 2012 eða 2016.
Annars er Obama lentur undir í könnunum og Clintonhjónin eiga sviðið á landsþingi Demókrata kvöld eftir kvöld. Og MacCain er vís til að skyggja á lokakvöldið þegar Obama á að skína með því að tilnefna Mitt Romney sem varaforseta sama dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég verð því miður að vera ósammmála þér með gæði ræðunnar. Vantaði heilmikið, eiginlega allt uppá, að hún þjónaði Demókrötum í komandi baráttu. Virkaði miklu meira sem einkaræða þar sem verið var bæði að hugsa um hvernig hún kæmist frá baráttunni sem og hvernig hún væri tilbúin í næstu baráttu. Eins var hún í feluleik við fólk Obama með ræðuna fram á síðustu stundu. Sem sagt, lítill hugur sem fylgdi máli að því að virtist. Enda töluðu einhverjir fjölmiðlar í dag um það væri um að ræða "hjónaband hugans" en ekki hjartans.
Grátlegt fyrir þá sem virkilega vilja sjá breytta stefnu í BNA á næstu árum.
Ragnar Bjarnason, 27.8.2008 kl. 15:19
Ekki alveg ósammála! kv. B
Baldur Kristjánsson, 27.8.2008 kl. 17:58
Vorum einmitt að dáðst að því hér á mínu heimili hvað konan er mikill snilldarræðumaður. Sagði bara aðalatriðin. Ekkert óþarfa mas.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.8.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.