Gamli maðurinn
27.8.2008 | 13:53
Gamli maðurinn veifaði á eftir mér. Stirðri hendi með æðaberum stirðum bláhvítum fingrum. Augun eilítið sigin í augntóttir. Hann vildi ekki sleppa mér - óskyldum -eins og ég væri síðasta hálmstrá hans - síðustu tengslin við lífið. það var eitthvað einmanalegt við þannan gamla mann. Hann hafði sýnt mér myndir af konunni og börnunum, stoltur, nánast grátklökkur, einmana gamall maður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott að þú komst við hjá honum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.