Sarah Palin!?!?!
1.9.2008 | 11:46
Sarah Palin varaforsetaefni Rebúblikana í Bandaríkjunum vill láta kenna sköpunarsöguna í grunnskólum sem vísindi til jafns við þróunarkenninguna. Hún vill banna fóstureyðingar alfarið líka eftir nauðgun og sifjaspell. Hún er á móti hjónabandi og sambúð samkynhneigðra og því að þeir fái að ættleiða börn. Hún vill láta bora eftir olíu í þjóðgörðum Alaska. Hún er ævifélagi í samtökum byssueigenda og því á móti allri takmörkun á byssueign. Hún er fylgjandi dauðarefsingum. Þetta las ég einhvers staðar. Getur þetta verið satt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Athugasemdir
hún hefði sómt sér vel fyrir 200 árum en 2008 er hún tímaskekkja
Hólmdís Hjartardóttir, 1.9.2008 kl. 11:56
Ég "gúgglaði" hana og miðað við þær upplýsingar þá stenst þetta allt saman.
Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 12:07
Er kristni ekki frábær... það verður skemmtilegt að fylgjast með á næstu misserum þegar þúsundir barna komast til manns... þúsundir sem eru alin upp við það að þau lifi á síðustu tímum.. að þau þurfi að taka að sér hreinsanir áður en Sússi kemur...
DoctorE (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:23
Samkvæmt því sem maður les um þessa konu þá er hún einhver svartasti fundamentalisti síðari tíma. Það er ótrúlegt að á miðri upplýsingaöldinni skuli svona afturhald leitt til forustu.
Á hvaða leið eru Bandaríkjamenn eiginlega. Þetta er virkilegt áhyggjuefni.
Sveinn Ingi Lýðsson, 1.9.2008 kl. 14:54
Margir trúarleiðtogar í BNA eru mjög ánægðir með val MacCain á Söruh Palin sem varaforsetaefni hans.
Enda er hún algerlega á Bush línunni.
Jens Sigurjónsson, 1.9.2008 kl. 15:34
Því miður er þetta allt rétt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Sarah_Palin#Political_positions
Svava María Atladottir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:36
Ef McCain verður kosinn á eftir Bush fer maður að efast um annað en að Djöfullinn hljóti að vera til.
Ég tel Sarah Palin hafi verið valin í fljótræði í þeirri skammsýnu hugsun að ná til kjósenda Hillary Clinton. Hún er eiginlega meira afturhald heldur en McCain sjálfur og er þá til mikils jafnað.
Haukur Nikulásson, 1.9.2008 kl. 17:40
Hún er fulltrúi stór hóps bandaríkjamanna.
Heidi Strand, 1.9.2008 kl. 19:27
Ömurlegt ef svonba fáráðlingar komast til valda.
Valsól (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:02
Því miður óttast ég að þau komist til valda.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.9.2008 kl. 20:08
Hún þarf að vera svakalega rugluð svo Bandaríkjamenn kjósi hana og það er margt sem bendir til að hún sé nógu mikil forneskja...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.9.2008 kl. 20:20
Það sem mér finnst merkilegast við tilnefningu Þessarar Palin eru skrif sumra íslendinga á bloggum sem vilja telja sig heldur til hægri. Þeir eru afskaplega hrifnir !
Kannski hafa þeir ekkert kynnt sé fyrir hvað manneskjan stendur í pólitík. Má vera.
Hún hlýtur að eiga að draga þá al hægri sinnuðustu og þá al afturhaldssömustu (á Bandarískann mælikvarða) á kjörstað.
Það hlýtur að vera hugsunin á bak við val Repúblikana.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2008 kl. 21:34
Bandar. systurflokkur íhaldsins getur greinilega aðeins teflt fram geðsjúklingum í embætti forseta og hefur það verið einstaklega augljóst amk. síðan Eisenhower fór úr embætti. Ég býst við því að aukinn skilningur á þessu og minnkandi áhrif innlendra sem erlendra ruslveita (sem enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) sé smám saman að glöggva skilning almennings og fylgi íhaldsins stefni því áfram örugglega niður í þetta 10% sem væri í rökréttu samræmi við þessa ofangreindu geðveilu sem hangir við það.
Baldur Fjölnisson, 1.9.2008 kl. 21:55
Ég er með þrjár blogggreinar um Söru Palin hér:
Sarah Palin og dóttir hennar standa án sjálfsvorkunnar vörð um lífið
Sarah Palin var samkvæm sjálfri sér – stóð með sínu ófædda barni
og sú elzta: Vinsæll ríkisstjóri, 5 barna móðir, fegurðardís hlynnt siðferðisgildum, er varaforsetaefni McCains
Og svo má spyrja prestinn Baldur: Hvort álíturðu meiri siðferðisglæp: að murka lífið úr 1,3 milljón ófæddra barna á ári hverju í Bandaríkjunum einum saman eða að koma í veg fyrir, að tiltölulega (í samanburði) mjög fá tilfelli þungunar vegna nauðgunar og sifjaspella endi með s.k. fóstureyðingu?
Bendi svo þessum presti og öðrum á hin ágætu samtök Priests for Life.Með góðum óskum,
Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 02:12
Merkilegt hvernig hægt er að samræma það kristinni trú að vilja vernda ófætt líf en fara síðan frjálslega með það þegar það er fætt(dauðarefsingar, byssueign, mótstaða gegn opinberu heilbrigðiskerfi). Merkilegt hvernig hægt er að vera sannleikans megin (enda gerir hann okkur frjáls) en að standa síðan fyrir forheimskun (sköpunar*hóst*vísindi í skólum), Jón Valur.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 03:53
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2008 kl. 05:07
Myndin í færslunni hér að ofan virðist ekki sjást öll. Þetta er slóðin inn á hana :
http://predikarinn.blog.is/users/c4/predikarinn/img/undantekning.jpg
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2008 kl. 05:19
Athugasemdin hér á eftir var gerð við frétt í Expressen í gær um varaforsetaefni republikana Söru Palin. Greinarhöfundur sem taldi upp - að hans dómi - lesti á frú Palin ( mjög í sama anda og Baldur) fékk þetta svar:
Olika måttstockar för demokrater och republikaner
Två tredjedelar av amerikanerna, du vet, de som skall rösta, håller med
Palin om att skolan bör undervisa även om kreationism. Joe Biden är för en
del aborter, emot andra, han är för dödsstraff och mot gay-äktenskap. Var
det något mer du inte tyckte vi skulle veta?
Það er mitt ráð til Íslendinga sem vita næsta lítið um bandarísk stjórnmál og vilja gjarnan heimfæra þau á hægri/vinstri skala að láta ekki fáfræðina hlaupa með sig í gönur.
S.H. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 07:58
Við vitum mörg ýmislegt um Bandarísk stjórnmál, takk fyrir og í mínu tilfelli örugglega ekkert minna en dasnki blaðamaðurinn hjá Expressen. kv
Baldur Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 08:08
Það er nú varla að ég nenni að leiðrétta þetta ,en: Expressen er sænskt síðdegisblað og Staffan Erfors, fréttaritari þess, sem sérstaklega fylgist með bandarísku forsetakosningunum og aðdragenda þeirra, er að mínu viti sænskur í húð og hár.
S.H. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:44
Úff, ekki líst manni á þessa Söru eftir lestur á hennar pólitík. Ef þetta verður raunveruleikinn að Republikanar sitji áfram við völd, þá mun enn síga á ógæfuhliðina fyrir Bandaríkin og breytingin yfir í trúarríki bókstafstrúarmanna verður enn sýnilegri.
Hvað eru svo hægri öfgamenn að hneykslast alltaf á múslimaklerkum á sama tíma og þeir hrífast af svona ofsatrúarkvendi? Enginn munur á bókstafstrúarmönnum hvar sem þeir eru.
AK-72, 2.9.2008 kl. 10:24
Já, S.H., skrýtin þessi hrösun Baldurs á málfarssviðinu! Ég þakka þér athyglisvert upplýsingardæmi, sem bendir á, að Joe Biden, varaforsetaefni demókrata, er bæði andvígur hjónaböndum samkynhneigðra og fylgjandi dauðarefsingum. Greinilega er, að Obama er reynir að höfða til afar ólíkra hópa, eða eins og Stefán Friðrik segir í umræðum á vefsíðu sinni Spunameistararnir leita að göllum á Söru Palin: að Obama virðist "vera tilbúinn til að selja hugsjónir sínar. Hann hefur gefið ansi margt eftir og blaktir til og frá." – Á móti kemur t.d. hitt, að John McCain er vafasamur í fósturverndarmálum og tók afstöðu á móti forsetanum í stofnfrumumálinu.
Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 10:25
Ekki var þetta bróðurlega hugsað hjá þér, Carlos Ferrer Þjóðkirkjuprestur, að senda mér þetta skeyti, þar sem þú virðist eigna mér þá afstöðu að hafa eitthvað á móti opinberu heilbrigðiskerfi, auk þess sem þú viðhefur fleiri lítillækkandi orð um mig að ósekju.
Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 10:32
Sarah Palin er slíkur nagli að annað eins hefur varla heyrst. Hún ákvað komin rúmlega átta mánuði á leið að skreppa frá Alaska til Texas á ráðstefnu, þar fer vatnið að leka og hún ákveður að halda samt erindi sitt (eftir að hafa rætt við heimilislækni sinn símleiðis), kona á fimmtugsaldri ófrísk að sínu fimmta barni. Hún ákveður síðan að fyrirlestri loknum að fljúga til Alsaka átta tíma flug með stoppi í Seattle (þar sem er að finna hátæknispítala sem sérhæfa sig m.a. fyrirburafræðum). Þegar heim til Alsaka er komið keyrir hún fram hjá nokkrum vel settum spítölum, til þess að eiga barnið rétt við heimabæ sinn á látækni spítala. Átta tímum seinna fæðist barnið og hún sest niður og skrifar langt bréf til vina og ættingja um að hann hafi Down heilkenni og hversu lánsöm þau séu a eiga hann. Þremur dögum seinna er hún mætt í vinnuna sem ríkisstjóri Alsaka. Ég efast ekkert um val hennar að eiga barn á fimmtugsaldri, það gera konur allastaðar, ég efast ekki um val hennar að eiga barn með Down heilkenni, hafi hún vitað það, miðað við hversu vel úthugsað bréf hennar til fjölskyldunnar er virðist hún hafa gert það. Ég efast hinsvegar um dómgreind konu sem velur að leggja slíkt ferðalag á sig og ófætt barn sitt, vitandi vits. Það hefur ekkert með trú hennar að gera, heldur almenna skynsemi eða öllu heldur skort á henni.
Kristín Dýrfjörð, 2.9.2008 kl. 10:44
Ég minni á að ef hinn aldraði McCain forfallast er þessi kona valdamesti stjórnmálamaður heimsins.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:48
Es. Megnið að þessum upplýsingum kom fram í viðtölum og blöðum í Alaska skömmu eftir fæðingu barnsins. Þar sem verið var að fjalla um hina einstöku ofurkonu Pallin á jákvæðan hátt. Enda afar vinsæl þar samkvæmt sömu fjölmiðlum.
Kristín Dýrfjörð, 2.9.2008 kl. 10:50
Ég styð Obama - segi ekki meira í þetta sinn.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 13:26
Hljómar soldið ótrúlega þessi flugsaga.
(Svo segja "óáræðanlega" fregnir að fæðingin sé ekki á skrá hjá umræddum spítala)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 14:16
....sænski blaðamaðurinn hjá Expressen. Hugsanagangur Bandaríkjamanna og Evrópubúa er gjörólíkur. að vitum við S.H. og sjálfsagt fleirri. Kanar sjá þróun sögunnar í gegnum einstaklinginn á meðan Evrópumenn eru meiri marxistar í hugsun. Í pólitíkinni er sem afleiðing af þessu allt önnur hugsun. Svona til einföldunar og skemmtunar má segja að hefðbundinn demókrati væri aalt of einstaklingsmiðaður fyrir evrópska íhaldsflokka. Hann væri t.a.m. allt og einstaklingsmiðaður til þess að eiga heima í Sjálfstæðsiflokknum. þess vegna finnst mér fyndið dálæti sumra íslenskra hægrimanna á Rebúblikanaflokknum því að skoðanalega eiga þeir þar litla samsvörun.
Mér þætti svo vænt um að næstumpresturinn Jón Valur hætti að gefa í skyn að skoðanir mínar séu ekki sæmandi presti. það er öðru nær eins og Carlos Ferrer hefur raunar bent á. Skooðanir mínar eru einmitt í fullu samræmi við kristindóminn. Ef eitthvað er skeinuhætt þeim ágætu trúarbrögðum er það fundamentalisminn og hann er hættulegur veröldinni. kv.
Baldur Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 14:37
En Baldur, verð ég að endurtaka það sem ég sagði til þín að gefnu tilefni, spurninguna: Hvort álíturðu meiri siðferðisglæp: að murka lífið úr 1,3 milljón ófæddra barna á ári hverju í Bandaríkjunum einum saman eða að koma í veg fyrir, að tiltölulega (í samanburði) mjög fá tilfelli þungunar vegna nauðgunar og sifjaspella endi með s.k. fóstureyðingu?
Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 15:28
Spurningin er út í hött. Fóstureyðing ætti alltaf að vera neyðarúrræði og ætti aldrei að eiga sér stað nema á fyrstu stigum meðgöngu eftir ráðgjöf, kynningu á öðrum úrræðum, þátttöku foreldra í því ferli ef um ungt fólk er að ræða o.s.frv. Fóstureyðingar eru allt of margar en einn ,,glæpur" afsakar ekki annan eins og þú hlýtur að gera þér grein fyrir. Þegar um ofbeldi er að ræða gagnvart verðandi móður hlýtur það að koma inn í sem þáttur þó að það ætti ekki sjálfkrafa að leiða til fóstureyðingar.
Því miður hafa öfgamenn í þessum efnum eyðilagt alla möguleika á skynsamlegri nálgun í þessum efnum. þar sýnist mér þú vera á sama báti og Sarah Palin. kv. B
Baldur Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 15:56
Merkilegt svar, Baldur! Fæst ekki til að svara sjálfri spurningunni, kemur þó með óbeint svar, og hvað segir það um þína afstöðu og þína viðleitni? Þú vilt láta á þér skilja, að fóstureyðingar séu "allt of margar" – og upptalningin bendir til, að þú viljir ekki leyfa nema smáhluta af þeim, en hvar eru þá allar ræðurnar þínar og pistlarnir gegn HINUM "eyðingunum", meirihlutanum (geri ég ráð fyrir)??? Eða hversu hátt hrópar þögn þín á vefnum um þær? –– og hvers vegna kýstu fremur eyða tímanum í að agnúast út í þá, sem þú telur of stranga í þessu efni (og stimplar "öfgamenn"), heldur en hitt að verja tímanum og orkunni í að berjast sjálfur fyrir lífi þessara mörgu fóstra/ófæddu barna, hverra eyðing "ætti aldrei að eiga sér stað"???
Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 16:53
Sagan segir að hún eigi ekkert barnið heldur dóttir hennar.......þessi 17 ára....... sem er ólétt........(aftur)
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:35
....vegna þess að ég er ekki öfgamaður og get vel lifað þó allt sé ekki eftir mínu höfði...og virði sjálfsákvörðunarrétt lifandi fólks þ.m. t. yfirráð kvenna yfir líkama sínum þegar kemur að fóstureyðingum á fyrstu vikum meðgöngu.....Málið er alls ekki einfalt, en fyrir öfgamanninuym er allt klippt og skorið, þess vegna eru þeir svo hættulegir. Allt verður réttlætanlegt! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 17:59
HVE MÖRGUM "FYRSTU VIKUM MEÐGÖNGU", BALDUR?
Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 18:54
Mér finnst 12 vikur hámark, en er tilbúinn að hlusta á önnur rök. Skrifaði um þetta úti i Harvard fyrir 15 árum og þá varð þetta niðurstaða mín. Um það leyti voru andstæðingar fóstureyðinga að drepa lækna og hjúkrunarfræðinga út um alla Ameríku! Kv.
Baldur Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 19:30
Jón Valur
Ætlarðu virkilega að segja mér að yfirráðaréttur kvennmanns á eigin líkama eigi að lúta í lægra haldi fyrir frumuklasa? Það að kvennMENN eigi meiri rétt ófæddir heldur en uppkomnir? Að það að fæðast stúlka gerir það að verkum að þú missir yfirráð yfir líkama þínum?
Ég held að engin sé að predika það að fóstureyðing sé góður kostur, allra síst ég. Hinsvegar er rétturinn að geta það ómetanlegur og ber að verja.
Anna
Anna (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:42
Ragnheiður Arna : Barnið með Downs syndrom er fjögurra mánaða en sautján ára dóttir Palin er komin fimm mánuði á leið. Stökk barnið út úr höfði stúlkunnar eins og Aþena úr höfði Seifs? Láttu mig vita ,mér er mikil forvitni á þessu máli.
S.H. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:54
lestu þetta S.H. Það er eitthvað dúbíus við þessa kellu!
http://stupidcelebrities.net/2008/08/30/bristol-palin-pregnancy-is-vp-sarah-palins-5th-child-really-her-daughters-photos/
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:17
Já Anna, Jón Valur segir það hiklaust og vill banna fóstureyðingar. Á þessu stendur hann fastar en fótunum og hlustar ekki á mótrök, því komst ég að mjög fljótlega.
Skítt með kellingarnar, þær EIGA að ala börn!
Hvað upphaflega málefnið varðar: Bæði Sarah Palin og Joseph Biden eru frekar íhaldsöm, Biden er t.d. einnig á móti hjónabandi samkynhneigðra. Ég vona bara svo innilega að hver svo sem verður kosinn nái að hala Ameríku upp úr öllum skítnum sem hefur safnast upp sl. 8 árin...
Rebekka, 2.9.2008 kl. 21:19
Repúblikanar virðast vera að átta sig á því að val Johns McCain á Sarah Palin sem varaforsetaefni var líklega ekki það snjallasta sem sá ágæti maður hefur gert. Allar kringumstæður við þetta val eru afar undarlegar og það virðist hálf bilað þegar hugsað er til þess að McCain hafi aðeins hitt þessa konu einu sinni áður en hann velur hana. Er það virðingin sem McCain sýnir þessu embætti? Að velja manneskju í það sem hann hefur hitt einu sinni og heyrt góðar sögur af? Mér finnst þetta mest lýsa vanhugsun og virðingarleysi.
Ljóst er að Palin á að sækja atkvæða til bókstafstrúarliðsins sem í kreddufestu sinni getur ekki séð neitt nema það sé litað með einföldustu og sterkustu litum. Það virðist þurfa öfgafyllsta fólk sem hægt er að finna til að það komist inn á radarinn í biblíubeltinu.
Sarah Palin er örugglega skelegg kona, en það er hálfgerð klikkun að hún skuli vera í framboði sem varaforseti Bandaríkjanna. Sýnir þetta ekki bara að það þarf bara að slá á nokkrar afmarkaðar nótur þegar verið er að biðla til bókstafstrúarliðsins? Hlutir eins og reynsla vigta lítið þar. Maður verður reyndar að hafa í huga að þetta lið kaus George W. Bush ... tvisvar :) þannig að augsýnilega eru þetta ekki skörpustu tólin í skúrnum!
Óli Jón, 2.9.2008 kl. 23:09
Baldur, það er fyrir löngu farið að slá í verjanleika þeirrar afstöðu, að það sé ekki fyrr en 12 vikna sem fóstrið sé fullkomlega mannlegt. Gömlu lögin frá því um 1936 voru með 8 vikna markið, sem fer miklu nær sanni en 12 vikna, ef miðað er við, að fóstrið sé t.d. farið að hreyfa sig, komið með starfandi líffæri og mannlegt sköpulag. En þetta hefur kannski ekki verið sterkasta hlið þeirra í Harvard. Þeir hafa þó trúlega haft þetta á hreinu í læknadeildinni, en 'frjálslyndum' siðfræðiprófessorum er hins vegar mörgum hverjum lítt treystandi fyrir traustri grundvöllun líffræðilegu staðreyndanna á því sviði.
Ég samhryggist þér og Carlosi að fá hrós frá trúleysingjanum orðhvata, feimna, Hippókratesi, vegna skrifa ykkar um þetta siðferðismál hins ófædda lífs.
"Ætlarðu virkilega að segja mér að yfirráðaréttur kvennmanns á eigin líkama eigi að lúta í lægra haldi fyrir frumuklasa?" spyr einhver Anna hér ofar, en sá "yfirráðaréttur" hennar yfir fóstrinu er enginn og ekki til í okkar eigin lögum. Þar að auki er fóstrið ekki eðlisþáttur eða partur af líkama konunnar. Eða getur hún kannski verið með tvö nef, fjögur augu, 20 fingur, fjórar hendur og ekki bara það, heldur bæði kvensköp og sveinbarns-tippi, tvo ólíka blóðflokka og tvö ónæmiskerfi? Reyndu að telja mér trú um það, fr. Anna.
Passaðu þig líka á að detta ekki í þá gryfju að láta aftur út úr þér þá fáránlegu fullyrðingu, að fóstur, sem drepið er með fóstur(d)eyðingu, sé "frumuklasi". Nær væri að kalla það eina sjálfstæða heildar-lífveru með milljarða frumna og þúsundir frumuklasa – rétt eins og sjálfa þig, fröken mín eða frú.
En vissulega ræður konan miklu yfir eigin líkama (ekki fóstursins). Samfarirnar að baki meira en 99% þungana sem enda í fósturvígi voru allar gerðar með virku samþykki konunnar. Það er á þeim tímapunkti, sem hún á að nota sér valfrelsi sitt – þær aðstæður, að vilja og velja kynmök eður ei – eru hennar og mannsins mesta frelsis- og ábyrgðarmóment í þessu öllu saman. – Til hins hefur hún enga heimild: að deyða sérstaka, mannlega lífveru.
Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 23:33
Óli Jón, sem ríkisstjóri og fyrrverandi borgarstjóri hefur Sarah Palin meiri stjórnunarreynslu en Joe Biden og Barck Obama samanlagðir.
Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 23:59
Jón Valur: Það virðist ekki vera álit málsmetandi manna í pressunni vestra. Flestir undrast þetta val, en eru sammála því að hún muni sækja vel inn í raðir öfgatrúarliðsins sem mun í hefðbundnum hjarðstíl flykkjast að henni. Þá er tilganginum líka náð.
Því miður!
Óli Jón, 3.9.2008 kl. 00:14
Er það öfgatrú að verja líf hinna ófæddu, Óli Jón? Þá hefur kristin trú verið öfgatrú frá byrjun. En af hverju ættu efnishyggjumenn og trúleysingjar að fá sérleyfi samfélagsins til að stimpla kristna menn öfgamenn?
Kristnum mönnum er sagt að vera salt jarðarinnar og missa ekki seltu sína; ef saltið dofnar, er það "til einskis framar nýtt, heldur er því kastað út og það fótum troðið af mönnum" (Mt. 5.13). Okkur er ekki sagt að vera hálfvolg og ekki að gera málamiðlun við neitt illt í þessum heimi. Væru þeir, sem hafa hátt um það hvað fóstureyðing sé sjálfsögð í mörgum tilvikum – eða t.d. til loka 12. viku – beðnir að framkvæma eina slíka og horfa upp á verknað sinn og áhrif hans á hið varnarlausa mannslíf, er ég viss um, að samvizka þeirra ætti bágt með að þola það.
Tökum ábyrgð á gerðum okkar og stöndum með því lífi, sem við höfum sjálf valið með athöfnum okkar að yrði til.
Jón Valur Jensson, 3.9.2008 kl. 01:36
JVJ er sorglegur maður. Fullyrðing mín.
Páll Geir Bjarnason, 3.9.2008 kl. 01:45
Jón Valur: Efnishyggjumenn og trúleysingjar geta, með réttu, kallað margt trúað fólk öfgasinnað. Sú lýsing á vel við um hjörðina sem Sarah Palin á að draga til sín.
Þessi hjörð, sem tilbiður pappamyndir af George Bush og 'frelsar' smábörn í öfgakenndum innrætingarbúðum, bíður með glýju í augum eftir að skapadægur renni upp. Þetta lið er líklega það hættulegasta á jörðinni í dag sökum þess að ekki aðeins fagnar það því að sjá síðasta dag renna upp, ... og líklega er hjörðin sú að vinna að því að lifa þennan dag fyrr en síðar.
Salt er gott í hófi. En á sama hátt og því er kastað út ef það verður dauft, þá spýta menn því ef það verður of sterkt.
Það á sannarlega við hér!
Óli Jón, 3.9.2008 kl. 09:07
Guns ´n´Moses.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:07
Ég veit ekki hvar hann Jón Valu rekst í hópi, en það er klárlega meðal lesenda þessarar síðu..
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.9.2008 kl. 09:48
....það er klárlega EKKI meðal lesenda....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.9.2008 kl. 09:56
Orðaskak ykkar kumpána um mig og Söru þessa Palin skiptir mig óendanlega miklu minna máli en líf hinna ófæddu og að lífshelgi þeirra verði viðurkennd í hverju samfélagi ... og að engin kirkja né kirkjunnar menn láti veraldarhyggjuna hrekja sig frá trúnaði við kristna siðferðiskenningu um óskerðanleika hins saklausa, ófædda lífs.
Jón Valur Jensson, 3.9.2008 kl. 10:49
Ég er mað ágætt videó þar sem kemur fram að stríðið í Írak er fyrir Sússa og gudda..(Sömu gaurar ;) )
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/632482/
Og þú minn kæri JVJ ert ómarktækur með öllu á meðan þú ert í kaþólsku kirkjunni, þannig er það bara; Get over it.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:25
Það er gaman að sjá þig svara, án þess að svara, eins og þú gerir svo oft :) En þú gerir augsýnilega ekki athugasemdir við það að Sarah Palin virðist eins og sérhönnuð til þess að höfða til öfgatrúaðra í Bandaríkjunum og að það sé eina ástæðan fyrir því að hún var valin eftir 1-2 fundi með yfirmanninum. Starfsfólk á kassa í kjörbúð fer líklega í gegnum meiri síun en það :) En þetta er bara varaforsetaefni í BNA, látum eitt viðtal nægja.
Þannig er dagljóst að henni er aðeins gert að virka eins og segull á atkvæði öfgatrúaðra kristinna (70 milljón skrýtnar skrúfur) og það mun hún gera svikalaust. Því miður.
Hins vegar er skelfilegt að skv. viðmiðum í tryggingabransanum ytra eru 10% líkur á því að McCain muni ekki lifa þetta kjörtímabil og 27% líkur á því að hann muni ekki lifa það næsta. Þannig eru rúmlega þriðjungs líkur á því að Sarah Palin verði næsti forseti BNA innan átta ára ef þessi dáðlausi dúett nær kjöri nú.
Og hvað gerir þorpsstýran öfgatrúaða frá Wasilla þá? Manneskjan sem var svo óþekkt fyrir viku síðan að fréttaskýrendur voru óklárir á því hvernig ætti að bera fram nafnið hennar!
Óli Jón, 3.9.2008 kl. 11:25
Sarah Palin virkar líka sem segukllk á þá, sem séð hafa til verka hennar og atorku í Alaska, m.a í baráttu gegn spillingu; en sannarlega virkar hún líka sem segull á kristna menn og lífsverndarsinna, sem eru mjög stór hluti bandarískra kjósenda og langflestir lausari við öfgar en ýmsir þeir, sem hér hafa uppi stærstu orðin. Það er merkileg blindni af þinni hálfu, Óli Jón, að sjá ekki ranglæti hinna blóðugu fósturvíga sem eiga sér stað í heiminum dag hvern, þar af hátt á 4. þúsund bara í dag í Bandaríkjunum. Sjálfshyggjan, kapítalísk efnishyggja og sósíalískt siðleysi, sem lætur tilganginn helga meðalið, halda áfram að taka höndum saman um að verja þessi fjöldadráp, hafna upplýsingum um hina ófæddu og níða þá sem koma þeim á framfæri, m.a. lækninn og mannvininn mikla Sir William Liley.
Jón Valur Jensson, 3.9.2008 kl. 15:27
Jón Valur
Styður þú John McCain og Sarah Palin, humm ætlar þú svo að fara syngja lagið hans John McCains" bomb bomb Iran"?
"john.he.is" http://www.youtube.com/watch?v=3gwqEneBKUs
Oh já John McCain vill reka Rússa úr G8 og halda stríðinu áfram í Írak
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:44
Ég hef ekki minnst einu orði á fóstureyðingar í þessum athugasemdaþræði. Það er þó ágætt að það komi fram að ég er því meðfylgjandi að 'daginn eftir' pillan sé í boði fyrir konur og að fóstureyðingar séu leyfðar upp að ákveðnu marki. Meðan fóstrið er bara ógreinilegur frumuklasi mælir ekkert gegn því að því sé eytt. Ég er því hins vegar almennt andfallinn þegar það fer að komast mannsmynd á það. Hins vegar er magnað hvað andstæðingum fóstureyðinga virðist alltaf vera illa við smokkinn. Hvað segirðu um það, síra Jón? Ótæpileg notkun smokksins myndi nú aldeilis fækka fóstureyðingum! Hver er þín skoðun á því?
Viðhorf til fóstureyðinga er þó ekki það eina sem einkennir Sarah Palin, síður en svo. Í pistlinum, sem er kveikjan að þessum athugasemdaþræði, kemur eftirfarandi fram:
Sarah Palin ...
Öll þessi atriði ein og sér eru slæm, en þegar þau koma saman í heilagri þrenningu eru þau ægileg. Fyrsta atriðið er þó sýnu verst, því með því vill Sarah Palin stuðla að markvissri og vélrænni forheimskun bandarísku þjóðarinnar.
Og hvað segirðu um það, síra Jón? Slepptu tali um fóstureyðingar í bili - þín afstaða þar er dagljós - og ræddu þetta!
Óli Jón, 3.9.2008 kl. 16:10
Það er á þeim tímapunkti, sem hún á að nota sér valfrelsi sitt – þær aðstæður, að vilja og velja kynmök eður ei
Þetta voru orð Jóns hér að ofan. Merkilegt hvað hann er duglegur að halda karlmanninum utan við þetta. Það þarf nefnilega tvo til. Það skiptir víst ekki máli ef kallinn neitar að nota smokkinn, eða hvað?
Það er voðalega þægilegt að sitja í hásæti og mála veröldina svarta og hvíta. Það er miklu erfiðara að horfast í augu við hvað mannskepnan er litrík.
Sigga (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 16:58
Jón Valur,
Hvorki fröken né frú takk fyrir. Ég er maður rétt eins og þú og hef aldrei sætt mig við að ég sé sett niður með einhverju fröken tali, Anna virkar fínt. Ekki nema þú viljir að ég kalli þig "virðulegi herra" á móti?
Það að segja að fóstur sé með hendur og tær og allt hvað eina eru ekki rök móti fóstureyðingum. Þú ert að reyna að höfða til viðkvæmu hliðar minnar þar sem ég hlít að hafa svoleiðis fyrst ég er kvennmaður. Ekki satt? Ég segi frumuklasi því þessi vera sem er að þroskast þarna inni getur ekki lifað af utan hýsilsins þessar 12 fyrstu vikur sem fóstureyðing er leyfð á Íslandi. Þangað til að það gerist er líf og þroski þess undir aðgerðum hýsilsins komið. Þetta er innrás inn í lifandi einstakling svo rétturinn er allur þeim megin. Að ganga með barn og veita líf á ALLTAF að vera gjöf frá móður til barns, ekki þvingun né skylda. Þrælahald var afnumið fyrir margt löngu.
Hættu að líta á konur sem hluti því sú skoðun að við höfum ekki yfirráðarétt á eigin líkama er einmit það, kvennfyrirlitning. Þú ættir frekar að berjast fyrir betra atlæti þeirra barna sem ná að fæðast á þessari plánetu. Eða jafnvel að berjast gegn misnotkunar fóstureyðinga eins og viðgengst í miklum mæli á Indlandi og í Kína. Þar er ástandið sumstaðar svo slæmt að fyrir hverja 1000 drengi sem fæðast eru allt niður í 700 stúlkur. Og ekki reyna að predikera að þarna á að banna fóstureyðingar, útburður er mun ógeðslegra fyrirbæri sem tíðkast þegar fóstureyðing er ekki kostur.
Anna
Ps. Baldur, afsakaðu innrásina inn á bloggið þitt, ég reyni að stilla mig um að svara aftur
Anna (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:41
Afsakið, síðasta málsgreinin í svari mínu var kannski ekki alveg í samhengi. Þar átti að koma fram að lægri staða og valdleysi kvenna er það sem veldur því að þeim er eytt í móðurkviði. Fyrsta skrefið til að koma í veg fyrir það er að meta líf þeirra til jafns við karla og það þýðir meðal annars að veita þeim full yfirráð yfir eigin líkama. Líka réttinn til fóstureyðingar.
Anna
Ps. Ég lofa, ég er búin að segja það sem mér liggur á hjarta.
Anna (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:58
Maður er nú vanur meiri friðsæld á klerkasíðum en mig langaði bara að taka ofan fyrir viðhorfum klerkanna sem hér hafa mælt af manngæsku frekar en ofstæki því sem Jón nokkur skilgreinir sem einhverskonar trúaranda. Fundementalistar geta afrekað að koma fyrir sem andstæður þess sem ég tel trú standa fyrir og auðvelt er illsku að nema í orðlagi þrátt fyrir kærleiksskrautforsendur hins óhagganlega bókstafs.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:07
Hörku kvendi hér á ferð.
áfram John Mccain vonandi verður hann forseti en ekki múslima negrin barrack osama.
Leifur Ellert Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 02:04
Ég var ad lysa skodunum Palins, Jón Valur, í færslunni 2.9.2008 kl. 03:53, ekki thér.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 06:50
Palin: Iraq war 'a task that is from God'
http://news.yahoo.com/s/ap/20080903/ap_on_el_pr/cvn_palin_iraq_war
Guð blessi okkur öll
þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:09
Ég skil nú alveg þessi tilfinningarök að fóstureyðing eigi aldrei að eiga sér stað, en fólk gleymir að Sarah Palin er líka á móti smokkum og kynfræðslu. Hún er fylgjandi skírlífs, enda sjáum við hversu vel það virkar, 17 ára dóttirin ólétt.
Hún er ultra-hægri í stjórnmálum, látið ekki það blekkja ykkur að hún sé sæt. :)
Jón Ragnarsson, 4.9.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.