Eru ljósmæður óþarfar?
3.9.2008 | 08:04
Hvernig stendur á því að ein af lykilstéttunum í heilbrigðisgeiranum er nánast komin í verkfall? Hvers vegna í ósköpunum geta málsaðilar ekki komið sér saman um launakjör henni til handa sem tekur mið af launum annarra stétta í greininni að teknu tilliti til menntunarkrafna? Eru ljósmæður að gera óeðlilegar kröfur? Krefjast þær viðveruálags ofaná viðveruálag ofnaá viðveruálag? Eða er hið ,,karlgervða ríkisvald" einn ganginn enn að svína á starfsstétt kvenna? Er fjármálaráðherra með þá hugsun bakatil í kollinum að ljósmæðrum eigi að borga í góðvild eins og í gamla daga þegar þær voru sóttar yfir stórfljót og eyðisanda ekki fyrr en þegar barnið stóð fast í fæðingarveginum? Spyr sá sem ekki veit, og hefur ekki rekist á neina fræðandi útterkt, en undarlegt er þetta verkfall nú þegar friður ríkir að öðru leyti á vinnumarkaðnum. Að mínum dómi hafa einhverjir einhvers staðar klikkað á því að finna lausnir. Er svarið kannski það að ríkið telji hjúkrunarfræðinga geta tekið yfir starfssvið ljósmæðra en ljósmæður vilji áfram vera ljósmæður?
Víða engin neyðarvakt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur.
Þetta er sannanlega hneisa. Ég var að eignast frumburð minn síðustu helgi og fór allt fæðingarferlið fram undir styrkri handleiðslu ljósmæðranna, fyrst í Hreiðrinu og svo á Fæðingardeildinni undir morgun og fyrir þá sem ekki vita , þá vinna þessar konur ótrúlegt starf sem er greinilega vanmetið. Það sem sennilega vantar er ljósfaðir, þá myndu kjörin án efa stórbatna.
En að öllu gríni slepptu, þá er þetta sú starfstétt sem á allt það besta skilið frá Ríkinu fyrir sitt ósérhlífna og góða starf.
Arnar Steinn , 3.9.2008 kl. 09:39
Til hamingju með frumburðinn! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.