Stríðsmaður í forsetastól!
5.9.2008 | 08:59
Bandaríkjamenn ætla að kjósa yfir sig ,,commander in chief. McCain er fæddur í herstöð. Faðir hans og afi voru herforingjar. Sjálfur er hann stríðsmaður og er líklegur til að standa uppí hárinu á Rússum sem þegar eru farnir að hnykla vöðvana. Hann hefur bæði fengið Silfurstjörnuna, Bronsstjörnuna og Purpurahjartað en þetta eru meðal æðstu heiðursmerkja Bandaríkjahers. Hans þrekvirki var að lifa af fangavist í Víetnam 1967 til 1973 og þiggja ekki lausn þrátt fyrir það að vera sonur herforingja (sem opnar okkur nýja sýn á hernaðarkúltúrinn - óvinir sleppa sonum háttsettra herforingja).
McCain ætlar að verða öðruvísi Rebúblikani. Hann verður þó örugglega stríðsmaður. Og konan hans hjálpar fórnarlömbum jarðsprengja - fallegt.
Kosturinn við gamla stríðsmenn er hins vegar sá að þeir falla fljótt. Nema að þeir séu klókir og haldi sig aftarlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
John McCain hélt sig ekki aftarlega, ekki frekar en aðmírálarnir faðir hans og afi. Og subbóttur þykir mér pistill þinn og fara þó með rangt mál, því að John McCain hafnaði því boði N-Víetnama að fá lausn úr prísundinni skelfilegu á undan samföngum sínum á grundvelli faðernis síns – McCain var upright enough til að sitja þar í þrjú ár í viðbót, af því að hann vildi, að dvalartími fanganna í dýflissunni fengi að ráða því, hverjir losnuðu fyrstir út.
Ólíkt betri og ýtarlegri er umfjöllun Stefáns Friðriks um forsetaframbjóðandann og varaforsetaefnið Söru Palin í mörgum greinum á vefsetri hans, og jafnvel ég á miklu umfangsmeiri upplýsingar en hjá þér mátti líta um ræður þeirra Johns McCain og Söru Palin.
Jón Valur Jensson, 5.9.2008 kl. 14:34
Heill og sæll; Síra Baldur, og aðrir skrifarar !
Þakka þér; þessa þörfu hugvekju. Jú; jú, eins og vita mátti, fyrir víst. Jón Valur stórvinur minn er; nú þegar, kominn í kaldastríðs haminn, og ber, að taka þeim eðal pilti, sem slíkum.
Líkast til; munu bræður okkar, Rússar þurfa, að beita allri þeirri þolinmæði, hver til er, hjá þeim, gagnvart þessum upphrópurum og fylgjendum frjálshyggjukapítalisma og kaldastríðs, hér á Vesturlöndum; og sjáðu til, Síra Baldur. Verði þessi haukur bandarískra heimsvaldasinna, McCain kosinn, þá mun veröldin vafalítið þurfa að biðja fyrir sér, því ekki yrði hann hugnanlegri skrímslinu Bush, þótt klókari sé, yrði sú raunin.
Obama vegna; vona ég, að hann nái ekki kjöri, því illyrmi Kú Klúx Klan yrðu ekki seinir á sér, að koma honum fyrir, þótt ekki væri, nema litarháttarins vegna.
Bezt yrði; Bandaríkjamanna vegna, að Indíánar, réttbornir, tækju völd, í Washington, og gæfu hvítum, sem svörtum og gulum kost á, að dvelja áfram, meðal þeirra, eða færu, að öðrum kosti heim, til sinna upprunaheimkynna.
Vonum; að Jón Valur sjái til þeirrar sólar, sem í austrinu rís, hvern einasta dag, meðan Heims kringlan heldur velli, öll.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:09
Jón Valur Jensson, 5.9.2008 kl. 19:38
Stríðsmaður my ass. Stríðsmennskan fólst í því að kasta sprengjum úr 30 þús. feta hæð á varnarlaust fólk og þegar hann var skotinn niður var hann svo samvinnuþýðir við víetnamana enda blauður heigull að þeir voru með hann á hóteli. Ruslveitur (sem enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) búa síðan til goðsagnir um þennan rugludall enda eru þær í eigu vopnaframleiðenda og olíufélaga og Wall Street eins og hann sjálfur.
Baldur Fjölnisson, 5.9.2008 kl. 20:08
Heilir og sælir; á ný !
Óþarfi; að gera mér svo hátt undir höfði, í bundnu máli, en þakka þér samt, Jón minn.
Ekki svo afleit lýsing; á fornlegum huga mínum, hvort sem er.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:08
Ég vinn sjálfur í Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, sem mun fljótt baka aðra framhaldsskóla vegna ágæts staffs og sjálfur mun ég brátt kynna hugmyndir um nýja línu í skóla þessum sem tengist sérkennslunni og mun mæla greindarstig og lestrarkunnáttu yfirstjórnar ríkisins. Markmið mitt með þessarri línu er umbreyting núverandi gervilýðræðiskerfis þannig að menn þurfi að standast ákveðnar lágmarkskröfur hvað greindarvísitölu snertir til að fá að vera í framboði til þess að stjórna samfélaginu og til þess yfirleitt að teljast færir um að greiða atkvæði. Jafnframt verði kosningaaldur færður í áföngum niður í 12 ár og lögfest verði að meðalaldur á álþingi færist niður í 25 ár á næstu 20 árum. Í guðs friði.
Baldur Fjölnisson, 5.9.2008 kl. 20:24
Það eina sem John McCain mun gera í hermálum er að viðhalda stríði sem hefur kostað Bandaríkjamenn eina trilljón dollara, en fyrir þá upphæð mætti endurnýja mest allt þjóðvegakerfi og skólahúsnæði þarlendis. Hann mun bæta hressilega í þá hít, ef marka má orð hans.
Öfgafullir kristnir trúmenn geta vart haldið í sér fyrir spenningi og skríkja af kátínunni einni saman, enda virðist nú sem villtustu og trylltustu draumar þeirra geti orðið að veruleika. McCain og Palin munu vaða áfram í villu og vopnasvíma, fái þau til þess umboð.
Óli Jón, 6.9.2008 kl. 02:02
En hvað um öfgafulla vinstri menn, Óli Jón? Sökkva þeir niður í sæti sín af hreinni blygðun? Er þeim ekkert farið að líða illa með að vera svona óskeikulir og horfa svo upp á annað eins og þetta gerast, að eindregin og sjálfri sér samkvæm lífsverndarkona skuli hugsanlega verða varaforseti voldugasta ríkis jarðar?
Jón Valur Jensson, 6.9.2008 kl. 02:51
Ég þekki ekki til í röðum öfgafullra vinstri manna, en ég reikna með að þeim hugnist ekki vopnaskekjandi dúettinn sem kemur inn af hægri kantinum, ekki fremur en okkur sem teljumst vera hófsamari. Hvað varðar lífsverndarskoðanir Sarah Palin, þá ber ég virðingu fyrir þeim í mörgum atriðum, en þeim fylgja ýmsir afar slæmir kaupaukar!
Óli Jón, 6.9.2008 kl. 03:15
Klukk, sr. Baldur!
Sigurður Hreiðar, 8.9.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.