Þeir ráðast að konum þessir djöflar!
8.9.2008 | 20:48
Hillary Clinton heldur ræður til stuðnings Obama en sleppir því alveg að sneiða að Söru Palin. Svo virðist nú sem val McCain á Palin hafi verið afburðasnjallt. Stuðningsmenn Hillary eru aftur farnir að ergja sig yfir meðferðinni á Hillary sem þeir telja sprottna af því að hún er kona. Þegar Demókratar og fjölmiðlar ráðast að Palin rifjast upp fyrir þeim það sem þeir telja hafi verið óréttlát meðferð á Hillary Clinton. Þeir ráðast á konur þessir djöflar. Þegar McCain er komin yfir í skoðanakönnunum lifnar vonin um að Hillary verði í framboði eftir fjögur ár enn á besta aldri- en það gerist varla nema Obama tapi kosningunum.
Forsetaslagurinn hafinn af fullum krafti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef lesið pistla Paul Krugman í NYTimes og fleiri sem voru hallir undir Hillary og Clinton-stjórnina áður. Las líka bók Obama The Audacity of Hope.
Verð að viðurkenna að það kæmi mér á óvart ef Obama nær að vinna kosningarnar - til þess er hann of óskýr og hefur beinlínis ruglað fólk í ríminu með því að afneita hefðbundnum áherslum til miðju og vinstri - með félagshyggju í forgrunn. Hann er líka að rugla með það að menn í ríminu með því að breiða yfir þann mun sem hefur á síðustu árum orðið skarpari í raun - á milli Republicans and Democrats og þeirrar pólitíkur sem þeir reka.
Bush stjórnin er auðvitað búin að ganga lengra til að dekra auðmenn og yfirgangsseggi en lengstaf hefur tíðkast í USA af hálfu forseta síðustu 50 ára.
Held að sá óróður sem Obama og hans fólk beitti gegn Hillary - muni hitta þá harkalega sjála - - þó Palin sé sannarlega allt önnur tegund af pólitíkus og framakonu heldur en Hillary. Þar er jú mikill munur á - - - en þær eru konur og að þeim er ráðist að hluta með sömu rökleysum og fordómum
Benedikt Sigurðarson, 9.9.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.