Menn en ekki skepnur! Fólk en ekki vinnuafl! Manneskjur en ekki útlendingar!

Mál Mark Cumara, fiskvinnslumannsins í Þorlákshöfn vekur upp spurningar um Útlendingalögin og um leið hvernig við lítum á manneskjur.  Nú eru börn hér í skjóli foreldra sinna upp að átján ára aldri. Þá verða þau skyndilega réttlaus. Flokkast t.d. ekki undir nánasta aðstandenda lengur og fá ekki dvalarleyfi á þeim forsendum. Tökum tilbúið dæmi af barni filipínskrar móður sem fæðist hér á landi og elst upp með föður og móður og frændgarðinum öllum, ömmum og öfum sem hafa dvalarleyfi sem aðstandendur af því að þau eru orðin 66 ára.  Það má vísa barninu burt úr landi á 18 ára afmælisdeginum. Það verður að útvega sér dvalarleyfi með sjálfstæðum hætti og verður væntanlega að leggja fram gögn um að geta framfleytt sér með sjálfstæðum hætti, hafi atvinnu o.s.frv. Dvölin, starfið, fjölskyldan tryggir engan rétt. Dæmið með Cumara er giska svipað.  Hann kemur hingað unglingur.  Kjagar tröðina í Frostfisk á hverjum einasta morgni og stendur og flakar allan daginn.Skemmtir sér með jafnöldrunum um helgar í sjoppunum í Þorlákshöfn eða á böllunum í Ölfusi. Býr heima með mömmu og pabba, flytur svo í eigin íbúð.  Heldur áfram að sinna þúsund þorskum á færibandinu.  Hans nánustu eru foreldrarnir og frænkurnar, fólk utan Íslands þekkir hann ekki.  Samt er hann réttlaus sem manneskja hér. Það má einhvern veginn fara með hann eins og skepnu.  Eftir 16. september mega laganna verðir sækja hann, troða honum upp í vél, eitthvað út í heim.

Nú hefur hann og hans fjölskylda ekki áttað sig á réttleysi sínu og ekki farið allar mögulegar formlegar leiðir.  En hvílir ekki sú skylda á okkur sem hér erum öllum hnútum kunnug að leiðbeina og upplýsa, veita alla mögulega fresti. Fjölskyldan gáði ekki að sér en hún var heldur ekki að leyna neinu. Eigum við ekki að starfa eftir mannúðlegum lögum og framfylgja þeim með mannúðlegum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst Útlendingastofnun getur túlkað heimildir þröngt þegar hún vísar brotamönnum úr landi, hlýtur hún að geta túlkað lög og reglur þessum unga manni í hag til að hann geti verið hér áfram.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Til þess þarf sennilega mannúðleg lög, Baldur minn.

Sigurður Hreiðar, 9.9.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Einmitt!

Baldur Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er bara agalegt og gerir mig alltaf svo undrandi að til séu lög sem eru svona mikil ólög!!!!! Þetta er okkur mikil minnkun íslendingum ef við leyfum svona vinnubrögð og litla manngæsku.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég vona að einhverjir taki sig saman og standi með þessum dreng. Ég er alveg til í að setja upp einhvern undirskriftarlista ef einhver veit um slíkan sem skilar mér íslenskum stöfum:) Lenti í mesta balsi með listann sem ég setti upp fyrir Paul Ramses... Gerum eitthvað fyrir Mark. Þetta er bara ekki hægt að vera að slíta fjölskyldur svona í sundur. Algerlega skammarlegt og óþurftarverk.

Birgitta Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Ég vil benda á rangærslur í blogginu þínu Baldur.

Mark Cumara verður ekki vísað úr landi meðan mál hans verður tekið fyrir. Ég vil benda þér á að lesa viðtal við forstjóra ÚTL á mbl frá því í dag.

Og annað varðandi þetta tilbúna dæmi þitt um þessa filipínsku móður og barnið hennar, þá eru lögin einfaldlega þannig að það barn fengi íslenskan ríkisborgararétt strax, þ.e.a.s. ef móðirin er hér löglega...

Hallgrímur Egilsson, 9.9.2008 kl. 15:28

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll! Varðandi seinni liðinn:  Vonandi fengi hún það.  En hún hættir samt að eiga fjölskylduréttinn sbr. 13. gr. laga um Útlendinga og á sitt undir almennu mati en engan rétt. Varðandi fyrri liðinn:  Má vera að það þurfi brottnámstilskipun til en hún hlýtur að koma.

Ég vil svo ítreka þá skoðun mína að þessi lög mættu vera mannúðlegri og framkvæmdin í þeim stíl. Núverandi framkvæmd er alveg í anda laganna, lesiði þau bara, og ekki við allt of fátt starfsfólk Útlendingastofnunar að sakast. Meira um það síðar.

Baldur Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 16:45

8 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þetta er alveg ömurlegt. Virkilega góð og mannúðleg færsla hjá þér síra Baldur ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:04

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég les það á bloggi Bjarna Harðarsonar að Útlendingastofnun hafi breytt úrskurði sínum. Áður var úrskurður hennar á þá lund að mark yrði að fara af landi brott fyrir 16. september. Nú hefur verið slakað á klónni; Hann má vera þar til umsókn hans um dvalarleyfi hefur verið tekin fyrir og samþykkt????vonandi!

Nú ættu þingmenn að leggjast yfir þessi lög!

Baldur Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband