Óþarflega flókin Útlendingalög!
10.9.2008 | 08:39
Ég bið Útlendingastofnu afsökunar ef ég hef oftúlkað ætlun hennar þá að senda Mark Cumara úr landi sem dvaldist hér vissulega ólöglega. Það var hins vegar ekki annað að skilja á fjölmiðlum en að hann yrði að fara úr landi og ekki boðið upp á neina fresti. Hann sjálfur og fjölskyldan voru skelfingu lostin.
Af þessu tilefni finnst mér ástæða til að fara yfir verkferla og hvort að ekki sé ástæða til að endurskoða lög um Útlendinga. Eru t.d. tenglar út um land sem fara og tala við útlendinga og útskýra fyrir þeim rétt sinn og órétt? Eru sveitarfélögin ekki með neina ábyrgð í þessum efnum? Lögin eru óþarflega flókin og ekki nógu mannúðleg vil ég segja. Þannig hef ég grun um að staða fólks sem kemur hingað annars staðar frá en úr Evrópu hafi versnað á sama tíma og hagur Evrópubúa hafi batnað. Evrópusambandssvæðið er eitt atvinnusvæði mega koma og fara og dveljast og vinna og allt gott um það. Fólk utan þessa svæðis er hins vegar hætt að koma af því að Evrópubúar sjá um vinnuna. Tilfinningin segir mér það að það sé mjög erfitt fyrir fólk utan Evrópu að koma og setjast hér að. Viljum við það? Vorum við ekki að tala um það hvað fólk frá fjarlægum heimshornum væri dásamlegt innlegg í íslensku flóruna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur
Fyrstu fréttirnar af máli Marks Cumara voru með hreinum ólíkindum og margir urðu mjög reiðir. Forstjóri Útlendingastofnunar bregst núna illur við og segir það aldrei hafa staðið til að reka drenginn úr landi.
Nær væri að forstjórinn spyrði sig þeirrar spurningar hvers vegna fyrstu viðbrögð almennings hafi verið þau að trúa öllu illu upp á stofnunina? Yfirleitt þegar fregnir berast af fólki sem telur sig grátt leikið af stofnunum samfélagsins, lætur almenningur segja sér það tvisvar og reiknar strax með því að eitthvað sé nú ósagt í málinu og einhverjar eðlilegar skýringar hljóti að vera fyrir hendi.
Útlendingastofnun er hins vegar búin að koma sér í þá stöðu að henni er ekki treyst yfir þröskuld. Ég hefði áhyggjur af því í sporum forstjórans.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:10
Þetta er mikið rétt hjá þér Stefán, nákvæmlega svona ætti hann að vera að hugsa, í stað þess að setja á allar bremsur.
Held reyndar Baldur að það sé allt of lítið um skyldur sveitarfélaga við þetta fólk þegar kemur til svona mála. Þar er fyrst og fremst áhugi fyrir gjöldunum þeirra og svo eru þeir hlaupnir uppi til að slíta af þeim atkvæðin þeirra í kosningum, eins og frægt er, stundum fyrir pizzu og kók.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.9.2008 kl. 11:12
Sæll Baldur
Þú fórst með rétt mál, í bréfi til Marks kom skýrt fram að hann yrði að vera farinn úr landi í síðastalagi fyrir 16 sept að öðrum kosti yrði hann sendur úr landi, ég las þetta sjálfur sama hvað hver segir. Fram kom einnig að ef hann færi ekki sjálfur þýddi það endurkomubann hið minnsta í 3 ár og jafn vel ævilangt. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á sannleikanum.
Kv.
Magnús Guðjónsson
Magnús Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.