Að þjóð-kenna afbrotamenn!

Sameining fréttastofa RUV er gott mál.  Það eina sem ég óttast er að mér hefur fundist fréttastofa Sjónvarps ábyrgari en hin þegar kemur að því að þjóðkenna þá sem hafa komist í kast við lögin. Mín tilfinning er sú að Elín Hirst og  félagar hafi aðeins þjóðkennt fólk ef það varpaði skýrara ljósi á málið eða var sjálfsagt vegna samhengis en fréttastofa útvarpsins undir leiðsögn Óðins Jónssonar hefur yfirleitt undanfarin misseri, samkvæmt minni tilfinningu, gert skilmerkilega grein fyrir því hvaðan þeir sem brutu lögin voru þ.e. ef þeir voru ekki fæddir á Íslandi.  Í hinu stóra samhengi kann það að vekja upp þá tilfinningu að ,,aðrir" séu varasamari en ,,við" og hefur reyndar vakið upp andúð í garð fólks frá tilteknum löndum.

Í þessu samhengi þykir mér rétta ð vekja athygli á leiðbeiningum ECRI:

 ,,ECRI encourages the Icelandic authorities to impress on the media, without encroaching on their editorial independence, the need to ensure that reporting does not contribute to creating an atmosphere of hostility and rejection towards members of any minority groups, including immigrant, Muslim or Jewish communities. ECRI recommends that the Icelandic authorities engage in a debate with the media and members of other relevant civil society groups on how this could best be achieved.”

Vonandi verður hin varfærna nálgun fréttastofu Sjónvarps ofáná í þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þetta svolítið "Sænskt" hjá þér að ekki megi þjóðkenna glæpamenn.  Það er verið að þjóðkenna glæpamenn vegna þess að það er orðið vandamál að erlend glæpagengi koma hingað til lands á fölskum forsendum, gagngert til að fremja glæpi.  Alþjóðleg glæpastarfsemi er orðin að "iðnaði" og þessir erlendu glæpamenn eru hluti af þessum iðnaði.  Með þessu er verið að vekja athygli á þeim hluta útlendinga sem gagngert koma hingað til að fremja glæpi, en ekki til þess hluta útlendinga sem hingað koma til að að stunda hér heiðarlega vinnu.  Það er semsagt verið að vekja athygli á ákveðnu vandamáli sem eru erlend glæpagengi.

Gunnar Heiðar Halldórsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Alltaf góðar ábendingar frá þér, Baldur.

Gísli Tryggvason, 16.9.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ætti það nokkuð að vera eitthvað leyndarmál hverra þjóða fólk fremur afbrotin?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.9.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nei, ekkert leyndarmál Helga Guðrún !

Baldur Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 10:06

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Einmitt. Þá er ekki ástæða til að halda því leyndu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.9.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Lestu enska textann og sjáðu hin undirliggjandi rök. kv. B

Baldur Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 10:31

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég las hann, Baldur. Þegar hagsmunum okkar er betur þjónað með því að upplýsa fólk um sannleikann, þá liggur atkvæði mitt hjá sannleikanum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.9.2008 kl. 10:35

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég legg bara til að þú leggist dýpra í þetta. kv. B

Baldur Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 10:52

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég geri mér það ljóst að það eru (bókstaflega) himinn og höf milli skoðana okkar í þessu máli, Baldur minn. En ég lít svo á að ef þú stendur ekki með Íslandi gegn erlendri vá þá geti það ekki kallast neitt annað en landráð. Svik við landið sem fóstraði þig.

Hollusta mín mun alltaf vera við Ísland!

Mbk.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.9.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband