Við eigum aldrei.......

Hvort sem er í málefnum hælisleitenda eða öðrum málum ber okkur að líta á fólk sem einstaklinga.  Við eigum aldrei að hópsetja fólk með þeim hætti að gera hópinn grunsamlegan vegna einstaklinga sem hafa brotið af sér.  Við eigum aldrei að grunsetja fólk frá einu landi vegna einstaklinga sem hafa brotið af sér. Við eigum aldrei að fordæma fylgjendur tiltekinna trúarbragða vega öfgamanna sem klæða sig þeirri trú. Við eigum að forðast staðalímyndir.  Sjálf viljum við ekki vera sett niður vegna hluta sem við berum enga ábyrgð á.

Þetta þarf að árétta  - það þarf árétta það í skólum hvernig við hugsum og tölum og komum fram við annað fólk , bæði í grunnskólum og áfram upp úr ekki síst  í lögfræðinni og í lögregluskólum og blaðamannaskólum þ.e.a.s. meðal þess fólks sem er þar sem hlutirnir gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hver ert thú ad vera segja fólki hvad thad eigi aldrei ad gera, gerdu bara thad sem thu vilt og vertu ekki ad messa yfir ödrum, fólk um allan heim hefur stadalímyndir af ödru fólki um allan heim og thannig hefur thad alltaf verid og thannig mun thad alltaf verda, allir baedi njóta góds af og/eda bída skada af stadalímyndum en thannig er thad bara, ég og fleiri höfum fullan rétt á ad skilgreina og bera kennsl á umhverfi okkar med theim haetti sem okkur sýnist

halli (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:59

2 identicon

Þetta er allt saman gott og gilt og fallegt og hugprútt séra Baldur og sjálfsagt að setja svona boðorðaviðauka í skólabækur sem einhver æskileg markmið sem keppa beri að í fögrum heimi einfeldninnar og sakleysisins.

 

En starfsskyldur lögreglunnar eru nú einu sinni þær að tryggja öryggi þegnanna og ef hún metur það svo að óþægindi fárra skuli víka fyrir hagsmunum fleiri þá fær hún stuðning minn í því. 

Það sem þegar hefur komið fram að afhjúpað var við aðgerð þessa réttlætir fyllilega það hvernig að henni var staðið að mínu mati.  

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 19:40

3 identicon

Afsakaðu en einhver brixl urðu hjá mér í "copy" "paste" ferlinu og set ég her inn  endurbættan setningarhluta:

"að óþægindi fárra skuli ekki metin hærra en hagsmunir fleiri"

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er einatt svo, eins og sést á þessum tveimur andsvörum sem hér hafa borist Baldur, að tiltrúin á mannkynið er ekki mikil eða getuna til að bæta það. Það eru sem betur fer enn til konur og menn menn sem er svo vitlaus að þau halda að þau geti breytt heiminum og vittu á, þau eru þau einu sem gera það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 23:43

5 Smámynd: Vera Hróbjartsdóttir

Ég á kunningja sem fékk að koma hérna til Íslands vegna góðvildar okkar góðu stjórnvalda. Hann er algjör perla - Ísland mætti ekki vera án hans :) kisses....vera

Vera Hróbjartsdóttir, 18.9.2008 kl. 01:10

6 identicon

Svanur Gísli, ekki hrapa að alyktunum. 

Ég býð þá sem hingað koma og vilja setjast að og starfa og taka þátt í þjóðfélagi okkar hjartanlega velkomna.  Sérstaklega býð ég Palestínufólki sem nýlega kom til Akranness velkomið. En fólk þetta verður að koma á okkar forsendum. 

Að leggja niður löggæslu og eftirlit með glæpum hefur mér hingað til ekki komið í hug sem leið til að bæta mannkynið.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 07:29

7 identicon

Hafi ég brugðist við færslu þinni Baldur, á svolítið hvumpinn máta þá er það etv. vegna þess að mér fannst BOÐskapur hennar ekki allsendis laus við kristilegt, eða eigum við að segja kirkjulegt stærilæti.

Þessháttar tilskipunartónn fellur ekki í kramið hjá öllum, mér amk ekki.

Þegar kirkjunni, sem ég tilheyri og met, tekst best upp að mínu mati, þá er það með mildum boðskap en ekki tilskipunum.

Þetta var um áferðina og nú aðeins að efninu:

Sannlega væri óskandi að tryggja mætti öryggi samfélagsins okkar án þess að einhvejir hlytu einhver óþægindi af. En það er eins með öryggið og annað: þú tryggir það ekki eftirá.

Að því komust Bandaríkjamenn þann níunda september 2001.

Síðan þá verða allir sem þangað vilja komast, fyrir auknum óþægindum, mismiklum, en það er þeirra leið til að tryggja tryggja líf saklausra borgara sinna.

Eiga Íslensk stjórnvöld að veita einhvern afslátt af öryggi sinna borgara?

Höfum við efni á því að slaka á öryggiskröfum þeim sem tryggja eiga íslenska borgara svo hælisleitendur geti haldi virðingu sinni?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll! Það sem þú segir er gott og gilt að mínu mati. En ég er slá þann tón að menn eigi að leitast við t.d. að tryggja öryggi án þess að grunsetja hópinn má segja, búa til staðpalímyndir. Ég slæ þann tón. þetta er hliðstætt því sem mannréttindasamtök hafa veriða af margvíslegum tilefnum.  En þetta er ekki vandalaust eins og þú bendir á.  kv.

Baldur Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svo þú lest út úr pistli Baldurs Sigurjón að hann hafi verið að hvetja til "Að leggja niður löggæslu og eftirlit með glæpum". Það get ég ekki séð sjálfur eins og hann er að útskýra í færslunni  hér á undan.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 12:25

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Baldur, vegna þess að þú ert nú prestur þá þætti mér gaman að bjóða þér að sjá nokkrar af þeim ástæðum sem liggja að baki því að ég er þér ósammála í grundvallaratriðum. Ég hef ekkert á móti útlendingum almennt, en góðsemin má ekki breytast í barnaskap. Þá er stutt í að við missum algerlega tök á hlutunum og okkar góðu gildi verði kvödd með handabandi. www.blekpennar.com

Mbk.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 12:39

11 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Að sjálfsögðu.  Enn og aftur er ég innilega sammála þér.  Ég held að við Íslendingar viljum heldur ekki vera hnýtt hvert í annað eins og öll séum við eins.  Ekki vil ég láta setja mig í sama flokk og ......sei nó more ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 18.9.2008 kl. 12:47

12 identicon

Ég las það út úr pistli Baldurs, Svanur, að erfitt yrði fyrir löggæsluna að grípa til aðgerða við þær kringumstæður sem þarna voru öðru vísi en að valda einhverjum saklausum óþægindum - nema þá að grípa alls ekki til aðgerða.  Samsvarar það ekki því að leggja niður löggæslu?

Fram hefur komið að innan um saklausa hælisleitendur í húsinu voru vopnaðir menn sem ógnað höfðu öðrum.  Það eitt hlýtur að hafa óþægindi í för með sér fyrir þá saklausu.

Var það eitthvað betra? 

Var ekki rétt að tryggja öryggi þeirra líka með þessum aðgerðum? 

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:10

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég sá það sem Baldur sagði í miklu víðara samhengi Sigurjón. Ég hef í sjálfu sér ekki skoðun á þessum aðgerðum sem þú vitnar til og hef ekki nægilegar upplýsingar um málið til að að mynda hana.

En ef við tölum um þetta á grundvelli undirstöðuprinsippa sem leiðbeina eigi stofnunum þjóðfélagsins er dilkadráttur af öllu tagi afar óheppileg stjórnunarleið og öryggisráðstöfun.

Þetta eru flugvellir um víða veröld að uppgötva eftir að hafa reynt dilkadráttaraðferðirnar með takmörkuðum raunverulegrum árangri allt frá því að 9.11 breytingunum var komið á.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 13:37

14 identicon

Svanur.

Ég held að rótin að skrifum Baldurs hafi verið þessar aðgerðir lögreglu og því brást ég svo við að leggja út af henni. Meðan hann andmælir því ekki þá lít ég svo á.

 

Mér sýnist að öllum geti orðið það á að draga í dilka Svanur minn!  Dróst þú mig ekki t.d. í dilk með þeim er skrifaði fyrstu athugasemdina?

Og bjóst auk þess til þá staðalímynd um okkur að við hefðum ekki tiltrú á mannkyninu? 

Mér leið ekkert vel með það, það máttu bóka og ber næsta færsla mín það með sér þar sem ég lýsi afstöðu minni til þeirra sem hingað koma í leit að hæli.

Verð ég því ekki fyrir þeim fordómum af þinni hálfu, sem þú ert að vara við?

Ég sé ekki betur.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:11

15 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Vissulega var hælismálið tilefnið en ég ákvað að vera almennur þar sem ég get í sjálfu sér ekki dæmt einstök tilvik án þess að rannsaka þau til hlítar. En almennt talað þá ber lögreglunni skilyrðislaust að forðast ,,racial profiling" sem væri t.d. að leita á þeldökkum af því að glæpatíðni meðal þeirra væri há. að leita á hælisleitendum af því að glæpatíðni meðal þeirra væri há..að leita á Ísfirðingum af því að glæpatíðni meðal þeirra væri há. Sé það gert er fólk beinlínis látið gjalda stöðu sinnar eða uppruna síns og það er yfirleitt talið slæm uppskrift. Þakka kurteislegar umræður og mega þeir sem vilja taka það til sín. Kv.

Baldur Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 14:27

16 identicon

Ég skal heilshugar taka undir það  Baldur að yfirvöldum jafnt sem einstaklingum ber að forðast slíka samsömun einkum og sér í lagi þurfa yfirvöld að gæta sín.  En oftast blasir aðeins það sem upp úr stendur af ísjakanum við okkur pöpulnum, stundum í æsifregnamynd misvandaðra fjölmiðla.  Lögreglan hefur hinar raunverulegu forsendur hjá sér og má jafnvel ekki láta þær uppi. 

Úr verða því alsherjar fordómar gagnvart lögreglu og um leið snýst veruleikinn við þannig að þeir sem kalla; fordómar, fordómar, fordæma um leið heila stétt manna sem kallast lögregla sem á það er lagt að geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér til varnar, meðan fjölmiðlar hirða oftast ekki um að leiðrétta eða skýra frá mistúlkun sinni þegar svo ber undir

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:13

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef réttlæta á harkalegar aðgerðir gegn saklausum í nafni öryggis margra hvenær kemur þá að því réttlæta megi dráp á saklausum, t.d. fórna þeim, til að tryggja öryggi margra? Það er ekkert voðalegt bil þarna á milli. Hugsunarhátturinn sjálfur sem réttlætir aðgeðrir gegn saklausum   til hagsbóta fyrir fjöldan er siðferðilega óhæfur. Og líka: Lögreglan hefur góð tækifæri til að koma sínum málsstað á framfæri og sparar það heldur ekki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.9.2008 kl. 17:15

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurjón; Dilkurinn sem ég dró þig í hét; þeir sem hafa ekki mikla tiltrú á mannkynið og getuna til að bæta það.

Eigirðu ekki heima í þeim dilk þrátt fyrir orð þín um efnisatriði pistilsins sem "æskileg markmið sem keppa beri að í fögrum heimi einfeldninnar og sakleysisins.", þá biðst ég velvirðingar á þeim misskilningi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 18:05

19 identicon

Ég veit ekki til að slíkt stigaskipt flokkunarkerfi sem þú stillir hér upp, Sigurður Þór, sé til. 

Það ætti alla vega ekki að vera til. 

En hitt er staðreynd að menn geta staðið frammi fyrir óbærilegu siðferðilegu mati eins og því að aðgerðarleysi viðkomandi gæti orðið til að saklausir verði drepnir og aðgerðir gætu sömuleiðis leitt til hins sama. 

Hvort er "réttlæætanlegt" eins og þú segir?  Með hvorri ákvörðuninni liði þér betur?

Þessi setning finnst mér í sjálfu sér óhæf; „Hugsunarhátturinn sjálfur sem réttlætir aðgeðrir gegn saklausum til hagsbóta fyrir fjöldan er siðferðilega óhæfur.“

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:24

20 identicon

Ja,  þú vandar mér ekki dilkinn Svanur Gísli.  Vantrúr á mannkynið og óhæfur til að bæta það.  Ég geri ráð fyrir að þarna með mér í dilknum megi sjá alla helstu skúrka sögunnar. 

Er þetta nú ekki svolítið miskunnarlaus dómur svona við fyrsta brot?  Vantar nú ekki aðeins á kristilega kærleikann og umburðarlyndi hjá þér?

Og ég sem var meira segja var farinn að sýna iðrun og viðurkenna fyrir séra Baldri að ég hafi nú kannski verið svolítið hvumpinn við hann þarna í upphafi.

En athygliverðast er nú kannski að þú skyldir á annað borð draga mig í dilk, því í umræðunni hér, sem snýst um það, virðist þú jú mótfallinn því að fólk sé dregið sé í dilka.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:55

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæri Sigurjón

Þetta er orðin dálítill orðhengilsháttur hjá þér.

Þú kynnir dilkadrátt fyrst til sögunnar og kýst að kalla athugasemd mína einhvern dilk. Hún er athugasemd, ekkert annað. Þú segist ekki heyra undir þessa athugasemd og ég hef beðist forláts á að hafa sett þig undir hana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 21:02

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Baldur, ertu ekki að skrifa um lögregluna sem staðalímynd hér....?; þá ber lögreglunni skilyrðislaust að forðast ,,racial profiling"....

Þ.e. þú dæmir lögregluna sem einn hóp og gefur í skyn að allir lögreglumenn geri sömu mistökin. Eins og þeir séu fjarstýrð vélmenni.

Annars verður vandasamt að ræða svona mál ef ekki má nota heiti yfir stóra hópa eins og Palestínumenn, Danir, Bandaríkjamenn, Ísraelsmenn o.s.frv.

Annars tel ég það vera mistök að flytja inn fólk frá menningarheimum ólíkum okkar í góðgerðaskyni. Slík tilraunastarfsemi bitnar mest á uppeldisstofnunum, heilbrigðisstofnunum og löggæslu.

Prestar og pólítíkusar finna minnst fyrir afleiðingum eigin ákvarðana.

Sigurður Rósant, 18.9.2008 kl. 21:12

23 identicon

Neeei Svanur Gísli farðu nú rétt með, dilkadrátturinn er frá þér kominn í þessu samhengi og af því tilefni gríp ég til þess orðs.

Ekki veit ég hvor okkar er meiri orðhengill orðinn en ég held að þessu sé best lokið hér og ekki erfi ég við þig dilkadráttinn eitt andartak.

Og tækifærið vil ég svo nota til að þakka þér frábæra bloggsíðu, fræðandi og skemmtilega.  Fylgist af áhuga með hverri færslu þinni held ég bara.

Takk fyrir Svanur Gísli – og takk Baldur.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:38

24 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sömuleiðis. kv.

Baldur Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 22:47

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jæja þá í þetta sinn,  Sigurjón, ég nefndi hann á undan þér í þeirri merkingu að slíkt sé ekki góð leið og um það erum við sammála :)

Þakka þér síðan kærlega undirtektirnar,

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband