Stenst Selfoss ?

Fróðlegt verður að vita hvort að byggðin eltir brúarsporðinn eða jarðgangnaopið.  Selfoss byggðist eins og kunnugt er um um brúarsporð og meðfram þjóðveginum í austur.

 


mbl.is Jarðgöng undir Ölfusá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég hef ekki mikla trú á því að byggðin elti brúna, en samt er erfitt að spá um það. Eins og staðan er núna er of mikil umferð í gegnum bæinn og að auki er aðkoman að vestan (Reykjavíkurmegin) þröng og hentar ekki þeirri umferð flutningabíla og annarra bíla með tengivagna, eins og hún er í dag. Mín skoðun er sú að, eins og hingað til, stoppi fólk á Selfossi ef það ætlar sér, en hinir keyra í gegn. Þessi fyrirhugaða brú er spurning um umferðaröryggi, bæði þeirra sem vilja á Selfoss og hinna, sem vilja keyra beint í gegn.

Steinmar Gunnarsson, 18.9.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Nei. Selfoss stenst ekki.  Miðstöðin færist frá Selfossi að gangaendanum sem verður væntanlega næsti höfuðstaður Suðurlands - Í Flóahreppi eða Ölfushreppi. Það kennir okkur sagan um okkar elskulega Eyrarbakka eftir að brúin, vegirnir og bíllinn komu til sögunnar.

Lýður Pálsson, 23.9.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband