Vaxandi Gyðingaandúð og Islamfóbía í Evrópu!

Gyðingaandúð og Islamfóbía fer vaxandi í Evrópu samkvæmt nýrri rannsókn frá ,,the Pew Research Center”.  Í sumum löndum Evrópu hefur næstum önnur hver manneskja neikvæða afstöðu til Múslima og Gyðinga.

Í þessum efnum er enginn munur milli austur og vestur Evrópu samkvæmt rannsókninni og Það er sama fólkið sem virðist hata bæði Gyðinga og Múslima.  Í fréttatilkynningu frá Terry Davis framkvæmdastjóra Evrópuráðsins kemur fram að sumt vel meinandi fólk sé upptekið af átökum milli trúarbragða.  Hans skoðun er hins vegar sú að hin raunverulegu átök séu milli öfgamanna annarsvegar og allra hinna hins vegar. Hann heldur áfram og segir að mikið af fordómum sé byggt á hreinni heimsku en það réttlæti ekki andvaraleysi.  Öfgamenn notfæri sér skoðanir þess fólks líka í viðleitni sinni til að ala á sundrungu og hartri.

Í rannsókninni kemur fram að besta leiðin til að breyta ríkjandi ástandi sé menntun.  Að mennta ungt fólk og virkja það til góðra hluta.  Og hann minnir á ,,All Different –All Equal – Anti – discrimination” herferð Evrópuráðsins með sérstakri áherslu á fjölmiðla sem um það bil er verið að hleypa af stokkunum. Nánar á http://www.coe.int/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Lestu kirkjuföður vorn Martein Luther, þar eru afar mörg svör.

Svo væri ekki úr vegi, að þú læsir Talmuth þeirra Gyðingana, þar eru einnig nokkur svör við afhverju andúðin eykst á vissum tímum.

Svo er ekki úr vegi, að fara að dæmi Meistarans og hætta slhafingum og dómum.

Það er svona meira í takt við það sem hann kenndi og ,,Boðorðinu" sem hann sendi heimsbyggðinni en margir vilja lesa með furðulegum gleraugum.

Með kveðju friðarins

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.9.2008 kl. 09:35

2 identicon

Það eru ástæður fyrir íslamfóbíu í Evrópu, en það stafar af því að öfgasinnaðir múslímar eru í stríði við vestræn gildi og menningu sem þeir fyrirlíta og vilja breyta og ná undir íslam.  Þetta eru gildi eins og almenn mannréttindi, lýðræði, kvenfrelsi og jafnrétti kynjana, og svo undirgildi eins og neysla svínakjöts og áfengra drykkja og það að halda hunda sem gæludýr.  Einnig undirgildi eins og sagan um Grísina þrjá og það nýjasta; Mikki Mús.   

Samkvæmt lífsskoðun þeirra eru tvö "hús" í heiminum; "hús íslams" og "hús hinna trúlausu" eins og þeir velja að kalla okkur hina kristnu menn og aðra þá er aðhyllast ekki íslam.  Þessir öfga íslamistar líta svo á að það sé stríð að milli þessara tveggja húsa og að því ljúki ekki fyrr en að allur heimurinn aðhyllist íslamstrú.  Þess vegna er það lífgyldi þeirra að ná öllum heiminum undir íslam og að heimurinn verði eitt allsherjar Khalífa einveldi stjórnað skv. Sharía-lögum íslams.

Vaxandi gyðingaandúð er vegna þess að öfgasinnaðir múslímar sem búa í Evrópu ofsækja gyðinga sem þar búa.  Þeir líta á gyðinga sem óvin nr. 1 og að brýnista verkefnið er því að frelsa það sem þeir kalla Palestínu, en þar sem nú er Ísraelsríki gyðinga. 

Gyðingaandúð í Evrópu hefur því minnst með innfædda Evrópubúa að gera, heldur íslamska öfgastefnu.

Ekki vera svon bláeygður, Baldur.  Umburðarlyndi ólikra menningar og trúarhópa, hefur beðið hnekki í Evrópu, og er í raun gjaldþrota stefna.  Einungis barnalegir? vinstrisinnar trúa á fjölmenningarhyggju og umburðarlyndi, því allt sem breytir núverandi vestrænu þjóðskipulagi (sem vinstirsinnar fyrirlíta) eins og fjölmenning, hugnast vinstrisinnum.  Sjáið bara ástandið í Hollandi, víða í Frakklandi og Þýskalandi, í Danmörku og í Londonistan í Bretlandi.

Björn Þorlákur Friðriksson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kemur á óvart hve sjást há hlutföll sem eru haldnir fóbíu.

Eg veit ekki... það verður að líta þarna til fjölmiðla og pólitískra skrumara, held eg. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: AK-72

Einn af þeim áhrifaþáttum í þessu, er að öfgahægriflokkar sem margir hverjir eru sprottnir upp f´ra fyrrum fasista- og nasistaflokkum, líkt og Vlaad Beling(ef nafnið er rétt muna) í Belgíu og Norður-Bandalagið á Ítalíu, hafa spilað á þessar kenddir fordóma og hræðslu. Á Ítalíu eru þeir m.a.s. búnir að fella niður grímuna og tala um að fasismi sé misskilinn stefna, svona mitt á milli þess sem Norður-Bandalagið beitir sér fyrir skipulögðum ofsóknum í krafti valds síns sem stjórnarflokkur.

Ef maður skoðar svo orðræður þessara afla, þá hljóma þeir allir eins og það mun lengra aftur í sögunni, og þarf ekki annað en að skoða áróður Þriðja ríkisins til að sjá glögg dæmi um hvaðan þetta er komið.

Sagt er sagan endurtaki sig, og því miður eru teikn þess á lofti í dag að ef þessum öflum vex ásmegin í Evrópu sem og hér á landi, þá munum við sjá sögu skipulagðra ofsókna gegn minnihlutahópum hefjast á ný, nokkuð sem er þegar hafið á Ítalíu.

AK-72, 19.9.2008 kl. 11:46

5 identicon

Reyndar studdu múslímar (les; arabar) Hitlers Þýskaland í seinni heimstyrjöldinni. Mörg múslímasamtök hafa stutt hægri-öfgamenn í Evrópu, einfaldlega vegna þess að þeir hafa verið á móti gyðingum.

Margir arabar afneita helför nazista gegn gyðingum í seinni heimstyrjöld, og segja að sagan um helförina sé lymskulegt áróðursbragð gyðinga til að fá samúð heimsins. 

Nú síðast sagðist forseti Írans hafa stórar efasemdir um að helförin hafi átt sér stað, nokkuð sem menn hafa verið dæmdir fyrir á Vesturlöndum fyrir að hafa haldið slíku fram.

Björn Þorlákur Friðriksson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 12:15

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég efast um að Guð hafi klofið vötn fyrir Exodus, gæti me´r verið varpað í steininn fyrir það á Vesturlöndum?

Hjákátlegt að banna mönnum að hafa skoðun, skoðunin breytist lítið við þann gjörning.

Brjóstumkennanlegt lið

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.9.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: halkatla

Fólk sem hatar á mjög erfitt - en það er annað að hafa andúð eða varhug gagnvart hugmyndafræði einsog t.d zionisma, frjálshyggju eða islam. Andrúmsloftið er bara svo eldfimt víðast hvar í heiminum að saklausar skoðanir eru orðnar að vopnum (og skotskífum). Menn eru svo miklir sauðir.

halkatla, 19.9.2008 kl. 14:16

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar í gangi er deila tveggja aðila sem er þungamiðja flestra annarra vandræða enda það með því að báðir aðilar fá skaðað almenningsálit, samanber orðtakið "sjaldan velur einn þá tveir deila."

Menn sjá fyrir sér hvað allt myndi verða friðsamlegra, einfaldara og betra ef þessi fjárans deiluaðilar væru ekki alltaf í fréttunum, Gyðingar og Arabar.  

Ómar Ragnarsson, 19.9.2008 kl. 14:16

9 identicon

Björn Þorlákur hefur rétt fyrir sér. 

 Múslimar eru illa liðnir því þeir aðhyllast illa hugmyndafræði þ.e. islam og þeim hefur fjölgað allt of mikið í evrópu að undanförnu.

Gyðingar eru fyrst og fremst illa liðnir af múslimum bæði vegna deilnanna í Ísrael og stæks gyðingahaturs í trúarritum íslams.

Hér fyrir nokkru spurði ég þig nokkurra spurninga Baldur og átti alltaf eftir að fá svar við þeirri síðustu.

Fyrst spurði ég hvort þú litir svo á að guð kristinna og múslima væri sá sami.  Svar þitt var JÁ.

Svo spurði ég þig hvort þú teldir múhameð "spámann" hafa opinberða vilja guðs þ.e. Jehóva og svar þitt var NEI.

Að síðustu spurði ég þig hvort að þú teldir þá múhameð vera falsspámann.  Þessu hefurðu ekki svarað.

marco (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:34

10 Smámynd: Sigurður Rósant

En er nokkur mæling í gangi í löndum múslíma og Gyðinga, þ.e. hvort sams konar fóbíur séu í vexti þar gegn kristnum eða Vesturlandabúum?

Annars held ég að þessi óvild sé hið besta mál. Eðli mannsins er þannig að það nærist á svona spennu og hatri. Við höfum alla vega mest af þessu efni á boðstólum fyrir flesta aldurshópa í nýjustu tölvuleikjum og bíómyndum alls konar.

Sigurður Rósant, 19.9.2008 kl. 20:57

11 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Mér finnst athyglisvert að fóbían er mun meiri á Íslandi, þar sem lítið er um múslima, heldur en í Svíþjóð þar sem hellingur af útlendingum búa.

Strangtrúaðir múslímar eru illa liðnir vegna þess að þeir vilja að trúarleg lög gilda, en ekki lýðræðislega stiftuð lög.

Gyðingar eru illa liðnir, því þeir virðast ekki hafa lært neitt af nasistunum, því þeir meðhöndla Palestínumenn svipað og nasistar meðhöndluðu þá.

Húmanistinn er lausn á þessu vandamáli eins og svo mögum öðrum. Gyðingar eiga ekki að hafa meiri réttindi en aðrir, vegna þess að það stendur í biblíunni að þeir séu guðs útvalda þjóð. Landslög eiga ekki að vera byggð á trúartexta. Leyfum fólki að trúa því sem það vill, en látum trú vera einkamál, ekki stjórnmál.

Ásta Kristín Norrman, 22.9.2008 kl. 21:03

12 identicon

Er gyðingahatur í Evrópu til komið frá deilunum í Ísrael?  Það held ég ekki nema þá að hluta til og 99% frá múslimum.

Húmanisminn er ágætur fyrir sinn hatt en hefur ekkert í íslam að gera.  Ekki frekar en esperanto í þjóðtungurnar.

Baldur.  Var múhameð falsspámaður?

marco (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:45

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Enginn leysir vandamál með því að horfast ekki í augu við þau.Vandamál heimsins eru fyrst og fremst vegna islam og Gyðingdóms.Evrópumenn eru einfaldlaga búnir að fá nóg af stríði.Ef til vill ættu Sameinuðu Þjóðirnar að fordæma öll trúarbrögð.Trúarofstækið sem kemur frá Bandaríkjunum er þess eðlis og kemur beint frá áróðursmeisturum Israels, þótt það sé í nafni kristni að öllum hlýtur að verða nóg um.Guð blessi páfann.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2008 kl. 01:01

14 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Vesturlandabúar fylgjast með fréttum. Mér er meinilla við Ísrael og kaupi helst ekki vörur frá þeim. Fatta ekki hvað þeir hafa að gera í Evrópsku sönglagakeppninni og vil helst hafa sem minnst með þá að gera. Það var aðallega eftir að ég kynntist Palestínumönnum á flótta. sem búa núna í Svíþjóð. Þeir Palestínumenn voru ekki heitt trúaðir múslímar, heldur ánægðir með að vera komnir í lýðræðisríki. Eg veit að það eru ekki allir Ísraelsmenn slæmir, en þeir sem  tala fyrirþeim eru ekki til að auka álit manna á þeim.

Sammála Sigurgeir

Ásta Kristín Norrman, 23.9.2008 kl. 05:48

15 identicon

Ásta.  Þú skilgreinir þig sem sagt sem gyðingahatara.

Baldur.  Er svarið að koma?

marco (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:24

16 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Marco!  þú hefur lesið mig illa ef þú heldur að þú fáir mig til þess að tala af hroka eða lítilsvirðingu um það sem öðrum er heilagt.  Annars eru þeir fáir sem skilja kjarnann í því sem ég segi. Fólk á ekki að dæma fólk út frá trú, litahætti, uppruna etc. heldur sem einstaklinga. Séu menn á móti stefnu Ísraelsstjórnar eiga þeir ekki að vera á mót Gyðingum. Fólk á að meta sem einstaklinga og takk fyrir oft á tíðum ágætis komment. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 12:59

17 identicon

Takk fyrir þetta Baldur.  Hugrekki þitt þegar samkynhneigður áttu undir högg að sækja er lofsvert.  Ég skynja vel að afstaða þín er að þínu mati afstaða með lítilmagna sem mörg spjót standa og það er fullkomlega virðingarverð afstaða.  Ofsóknir gegn múslimum er eitthvað sem ég vil alls ekki sjá.  Hættan er sú að ef fram heldur sem horfir verði bara tveir kostir í stöðunni, ofsóknir eða undanhald og það þykir mér ekki kræsileg framtíð. 

 Ég skil vel af hverju þú vilt ekki svara spurningu minni því að við henni hljóta kristnir menn að hafa aðeins eitt svar og það svar samræmist ekki pólítískri rétthugsun dagsins í dag.  Það er mín skoðun að hirðir safnaðar verður að þora að kalla úlfinn sínu rétta nafni eigi honum að vera treystandi.  Hér er ekki um minnihlutahóp að ræða eingöngu, heldur ásælin heimstrúarbrögð sem sækja á.  Gegn þeim verður hirðirinn að vernda hjörð sína.  Þess vegna finnst mér eðlilegt að afstaða þjóðkirkjupresta til þessarar spurningar eigi að vera skýr.

marco (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:39

18 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Macro! Ég mundi ekki skilgreina mig sem gyðingahatara. Það eru til fullt af ágætis gyðingum. Hitt er annað mál að ef gyðingar væru ekki svona mikið innundi í USA, hefði verið sett viðskiptabann á þá fyrir löngu síðan eins og gert var við Suður Afríku. Það eru sem sagt ekki einstaka gyðingar sem ég er á móti, heldur stefnu Ísraelsmanna. Hvað varðar þátttöku þeirra í Evrópsku sönglagakeppninni, þá get ég ekki skilið hvers vegna þeir eru með, landfræðilega séð.

Ásta Kristín Norrman, 23.9.2008 kl. 22:31

19 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Grunnskólar í Svíþjóð heilaþvo börnin þar til að dýrka útlendinga og álita múslima æðri sér, Svíþjóð er heiladauð þjóð þar sem bara pc skoðanir eru leyfðar.

Alexander Kristófer Gústafsson, 24.9.2008 kl. 21:06

20 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Síðasta færsla lýsir meira heimsku Alexanders en sænska skólakerfinu. Grunnskólar í Svíþjóð reyna að innræta með börnunum virðingu fyrir manneskjunni, hvaðan sem hún kemur og hverra trúar hún er. Vildi óska að íslenska skólakerfið tæki það upp eftir Svíum. Íslendingar eru duglegir að taka upp eftir útlendingum það sem er úrelt þar, en það sem er gott á ekki eins auðvelda leið inn. Ef þessi Alexander er  afurð íslenska skólakerfisins, þarf ég ekki að skýra mál mitt meira.

Ásta Kristín Norrman, 25.9.2008 kl. 10:41

21 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg er alveg sammála Ace um það þarf að stoppa öfgafulla múslíma.  Það þarf líka að stöðva öfgafulla kristna og alla þá sem vilja nota trúarrit til að stjórna. Það þarf að vera greinileg skil milli trúar og stjórnunar veraldlegra stofnanna svo sem ríkisstjórn, skóla og fleira.

Ég er meðvituð um að útlendingar á Íslandi fremja fleiri glæpi en meðal Jón, en það þarf samt að hafa í huga að þessi hópur útlendinga er ekki sambærilegur íslendingum. Það er til dæmis algengara að þetta séu faraldsverkamenn , karlar á aldrinum 18-35 ára. Við þurfum að miða þann hóp við sambærilegan hóp íslendinga, ekki alla íslendinga frá 0-107 ára.  

Ásta Kristín Norrman, 29.9.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband