Dauði þáttastjórnanda!
23.9.2008 | 13:18
Fróðleg grein í septemberblaði Harper's magazine um þá óverðskuldugu virðingu og upphafningu sem þáttastjórnendur njóta í bandarísku samfélagi. Tilefnið dauði Tim Russert sem stjórnaði ,,Meet the Press" á NBC. Tom Brokaw og helstu stjórnmálafrömuðir Bandaríkjanna þ.m.t. Barak Obama og Hillary Clinton létu eins og einn af helstu þekkingar, visku og áhrifabrunnum bandarísks samfélags hefði dáið og NBS, CBS og CNN voru undirlögð af umfjöllun um missi Bandarísks samfélags. Lewis H. Lapham sýnir hins vegar fram á það að að Russert hafi fyrst og fremst eins og þægur kanarífugl sem spurði þægilegra spurninga, allir vildi koma, enginn var í raun grillaður, spurningarnar skiptu engum sköpum og hann fullvissaði viðmælendur sýna um það að það sem færi þeim á milli utan skjásins færi ekki lengra. (Hann lifði það ekki að skrifa netendurminningar). Þess vegna var hann dáður af stjórnmálamönnum og milljónum manna og var á toppnum í hinni ,,þægu" bandarísku pressu áratugum saman. Athyglisverð nótugrein hjá Lapham.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.