Hverjum kemur þetta við?

Ég tek eftir því að helstu talsmenn ensku biskupakirkjunnar gagnrýna mjög hvernig siðspilltir ráðamenn stórfyrirtækja hafa dregið til sín fé undanfarin misseri með þeim gríðarlegu launum sem þeir hafa skammtað sér og óhóflegum starfslokasamningum og þeir gagnrýna ráðaleysi og framtaksleysi stjórnmálamanna í því að stemma stigu við þeirri þróun sem leiddi til falls hlutabréfanna og að fást við afleiðingar fallsins.  Þessir talsmenn kirkjunnar hafa tekið sér stöðu meðal íbúðareigenda sem hafa séð eignir sínar brenna upp, smærri fjárfesta sem hafa séð lífeyri sinn brenna upp og sparifjáreigenda sem óttast um hag sinn.

Enska biskupakirkjan hefur orðspor að þessu leyti, sömuleiðis að vissu leyti kaþólska kirkjan.  Evangelískar kirkjur skipta sér minna af manninum í hans veraldlega samhengi.  Þjóðkirkjur hneigjast til að verða þægileg stofustáss – eðli málsins samkvæmt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er líka dálítið erfitt fyrir ríkiskirkjuna að gagnrýna þegar hún höndlar rúmlega fimm og hálfan milljarð á ári!

Sukkið er víða.

Matthías Ásgeirsson, 26.9.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þá er það komið á hreint: Þjóðkirkjan er ekki virkt þjóðfélagsafl. Hún er bara postulínshundur! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.9.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband