Kristinn H. Gunnarsson og hin laskaða kynslóð!

Svona úr fjarlægð talað finnst mér Kristinn H. Gunnarsson góður.  Hann er einn af þeim pólitíkusum sem skilur og gerir sér far um að ræða um fólk sem einstaklinga en ekki hópsetja það í sífellu á grundvelli uppruna, þjóðar,litarháttar eða trúarbragða.  Kristinn er því laus við að ala á fordómum sem hljótast af staðalímyndum.  Of fáir stjórnmálamenn hérlendis ná þessu og of fáir fjölmiðlamenn (einna helst þó á Morgunblaðinu og fréttastofu Sjónvarps). það er af því að þeir sem hafa alist upp á Íslandi og eru nú yfir fertugt fóru í gegnum skólakerfið án þess að hafa heyrt minnst á mannréttindi en því meira um fullveldisbaráttu Íslendinga og vonda útlendinga. þessi kynslóð er segja má löskuð af nálægð sinni við fullveldisbaráttuna.
mbl.is Sjálfsagt að útkljá deiluefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Baldur, gott þú sérð þetta bara úr fjarlægð, ég myndi halda áfram að halda mig fjarri.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.9.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er greinilega mikið af fólki úr Frjálslynda flokknum á Blogginu.  Þakka fyrir kurteisleg komment.  Kristinn pirrar greinilega marga en mér fannst hann fjalla viturlega um erlent fólk sem vinnur hér nýlega og vildi láta hannn njóta þess.  Lifið heil (en ekki í pörtum)  kv. B

Baldur Kristjánsson, 26.9.2008 kl. 14:16

3 identicon

Baldur.  Ég er sammála þér og Kristinn á heiður skilið fyrir þá djörfung að gagnrýna það hvernig flokkurinn hefur alið á fordómum gegn útlendingum. 

Fæ ekki betur séð en að einhverskonar skotleyfi hafi verið gefið á hann eftir fundinn í gær.  Vitanlega á svo ágætur maður sem Kristinn er lítið erindi í þessa ormagryfju sem Frjálslyndi flokkurinn er orðinn.  Þá er greinilegt að Guðjón Arnar virðist ekki hafa dug til að taka á þessum málum innan flokksins. 

Eflaust getur flokkurinn aukið fylgi sitt með svona lýðskrumi.  Það að ala á ótta og fordómum virðist virka sæmilega í atkvæðasmölun eins og dæmi frá nágrannalöndunum sýna.  Það eru ákveðin vonbrigði að hvað aðrir stjórnmálaflokkar bregðast lítt við þessari þróun mála því vissulega eru blikur á lofti og svona gjá haturs og ótta getur skapað svo mörg vandamál.  Vonandi fara alvöru stjórnmálaflokkar að taka við sér og þá á þann hátt að einangra Frjálslynda flokkinn og hafna öllu samstarfi við hann í stjórn og stjórnarandstöðu

Jón Kr. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú berð greinilega taugar til þíns gamla félaga úr Alþýðubandalaginu Kristins H. Gunnarsonar,  Baldur.Það var nú ekki alltaf friðvænlegt á þeim bænum, ekki heldur í Framsókn og þurfti ekki kynþáttafodóma til. það sem er að gerast bæði með þig og Kristinn er að þið eruð uppfullir af fordómum sjálfir.Kristinn er að reyna að klína rasista stimpli á ákveðið fólk og ég fæ ekki betur séð en þú takir undir það.Slík hegðun er síst betri en að vera með fordóma vegna litarháttar sem Kristinn er að reyna að klína á fólk í valdbrölti sínu að verða formaður í einhverjum stjórnmálaflokki.Tilgangur hans helgar meðalið.Guð fyrirgefi honum og þér líka.Í guðs friði.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2008 kl. 17:07

5 identicon

Það er rétt hjá þér að Kristinn er oftast málefnanlegur. En maður hlýtur að spyrja sig þeirra spurninga hvers vegna Kristinn þrífst svo illa í flokkastarfi. Mitt álit er það að Kristinn er endalaust að tala á móti stefnu þess flokks sem hann er í. Þegar menn er í stjónmálum verða menn oft að beyja sig undir vilja meirihlutans og halda sig við þá stefnu sem flokkurinn er búin að gefa sig út fyrir. Ef minni mitt bregst ekki er Kristinn búin að vera í flestum flokkum landsins og hvergi náð fótfestu.Kannski væri athugandi hjá honum að fara í sérframboð

Gretar Pétur (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Það er rétt að Kristinn er oft málefnalegur en maður hlýtur að setja ? við það hvers vegna þrífst Kristinn svona illa í flokkastarfi. Mitt mat er það að Kristinn er oft að tala á móti sínum flokksystkinum og stefnu þess flokkst sem hann er í.Ef minni mitt bregst ekki þá er Kristinn búin að vera í flestum stjórnmálaflokkum og hvergi náð fótfestu.Að starfa í stjórnmálaflokki er að fara að vilja meirihluta floksmanna og fylgja þeirri stefnu sem flokkurinn gefur sig út fyrir.Kannski hentar Kristni best að fara í sérframboð,þá er ekki við neinn annan að sakast nema sjálfan sig ef menn eru ósáttir

Grétar Pétur Geirsson, 26.9.2008 kl. 17:24

7 identicon

Sammála þér Baldur.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Ég furða mig á því hversu margir horfa fram hjá framkomu Kristins í garð flokksfélaga sinna og hvers vegna hann mætir ekki á sáttafund þegar á að ræða stöðuna nútíð + framtíð.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 23:03

9 identicon

Skil ekki hvað frjálslyndir eru að væla en ekki var óþekkt hans óþekkt.  Flokkar sem menn uppskera eins og til er sáð og Kristinsmálið er ekki tilviljun heldur fyrirsjáanlegur afleikur frjálslyndra sem nú súpa seyðið af frjálslyndi sínu.

Meiru vælukjóarnir sko

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband