Þegar Biskupsstofa og Utanríkisráðuneyti plottuðu!

 Í Herðubreið nýútkominni rifjar Árni Páll Árnason upp þá atburði þegar Biskupsstofa þar sem Þorbjörn Hlynur (bróðir Árna Páls) réði ríkjum ásamt Ólafi Skúlasyni og Utanríkisráðuneyti Jóns Baldvins og Árna Páls afrekuðu það í sameiningu, með lævíslegu plotti, að halda flóttamanni í landinu m.a. með því að fá Sigurbjörn biskup emerítus til að rita grein í Morgunblaðið sem hét ,,Hýsum hælislausan” að morgni miðvikudags ríkisstjórnarfundar þar sem Sigurbjörn dregur fram skyldu kristinna manna að aðstoða hælislausa í samræmi við boðskap frelsarans.

Atburðarásin er lýsandi fyrir þáverandi tregðu íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttmönnum sem hefur raunar lítið breyst nema þegar við fáum tækifæri til að velja flóttamennina sjálfir. Umfjöllunin bregður líka ljósi á það að sama hugsana- og skoðanagjáin var milli  Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í ríkisstjórn þá og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í ríkisstjórn nú. Umfjöllun Herðubreiðar gefur raunar líka tilefni til kirkupólítiskrar umræðu um þróun íslensku þjóðkirkjunnar.

Herðubreið er sem sagt yfirfullt af áhugaverðu efni og maður ritsins er ,,hinn þjóðhættulegi”Sigurbjörn Einarsson biskup nýlátinn en Sigurður A. Magnússon, sem fær ekki heiðurslistamannalaun frá Alþingi, ritar stórfróðlega grein um feril þessa andlega stórmennis sem mótaði kirkju og kenningu mjög en verður svo biskup á tímabili þegar trúin er síður en svo í tísku

Ég er auðvitað búinn að lesa palladóm Róberts Marshall um áhrifamesta Framsóknarmanninn Bjarna Harðarson sem er ekki inn í þingflokki Framsóknarflokksins til þess að láta Valgerði Sverrisdóttir, Birki Jón eða aðra segja sér til í Evrópumálum.  Og svo las ég líka Jón Baldvin auðvitað sem hiklaust var stjórnmálamaður tíunda áratugar síðustu aldar á Íslandi og ásamt Steingrími Hermannsyni þess níunda líka. Grein Jóns Baldvins er góð og við þurfum auðvitað stóra samhengið og halda því að fólki. Gallinn við eyjarskeggja er hvað þeir verða uppteknir af skerinu sínu. Lesi einhver sem hittir Jón Baldvin þetta skili þá hinn sami kveðju til hans frá mér.  Í Litháen fékk ég frítt í leigubíl fyrir það eitt að vera frá sama landi og Jón Baldvin og Slóvakískur stjórnarerindreki heimtaði að fá að borga kvöldverðinn minn af sömu ástæðu.  Housholdname víða kallinn.

Sem sagt nýjasta tölublað Herðubreiðar enn eitt stórvirkið úr smiðju Karls Th. Birgissonar ritstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sem sagt nýjasta tölublað Herðubreiðar enn eitt stórvirkið úr smiðju Karls Th. Birgissonar ritstjóra."

Afsakið forvitni og fáfræði: Hver eru hin stórvirkin?

Rómverji (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hin tölublöðin, stupid!!

Baldur Kristjánsson, 28.9.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Góður, as always!!

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband