Skúmaskotaaðferðin!

Hvernig væri að gagnrýna lýðræðisskortinn Guðni? Í Bandaríkjunum hafa þingmenn deilt í tíu daga um sambærilegt mál.  Fídusinn í lýðræði (Demókratí) er að hin besta lausn komi út úr (hörðum) umræðum.  Hjá okkur, sem tölum um vöggu lýðræðis hér, er Alþingi, þing þjóðarinnar eftirástofnun, stimpilstofnun.  Ég vil eins og aðrir vita hvernig var gengið frá hnútum. Fæ ég sem skattgreiðandi þessa peninga til baka? Var sett fyrir ofurlaun og bónusa?  Það er kannski ekki von að Guðni geti sagt mikið.  Undir ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var skúmaskotaaðferðin fullkomnuð.
mbl.is Svartur dagur í sögu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er ég nú hagfræðimenntuð og get því ekki talið mig hafa mikið vit á því sem er að gerast í efnahagsmálunum en ég hefði nú haldið að maður með jafnmikla reynslu og Guðni af ríkisfjármálum myndi bjóða manni upp á á eitthvað dýpra heldur en þá ótrúlegu froðu sem vall upp úr honum í útvarpsviðtali á Rás 2 áðan (milli 4 og 5). Hann var fljótur að kenna ríkisstjórninni um málið en þegar farið var að spyrja hvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta var ekkert að hafa. Jú, ríkisstjórnin átti víst að vera löngu búin að lækka stýrivexti og verðbólgu. Þekkir maðurinn ekki einu sinni lög sem hann sem ráðherra árið 2001 átti þátt í að setja? Segja þessi lög ekki að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun og bankinn ákvarði stýrivexti en ekki ríkisstjórnin? Og ætli Guðni telji að ef hann hefði verið í ríkisstjórninni hefði hann getað stýrt fjármálakerfum úti í heimi til að koma í veg fyrir lausafjárkreppu?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Athygglisverður vinkill þetta með lýðræðið, það virðist hafa farið fram á Íslandi aðfarnótt þessa mánudags.  Meir að segja Steingrímur var bundinn lýðræðislegum þagnartrúnaði í morgunn.  Nú virðst líðræðissamkoman í USA vera að hafna minna inngripi hins opinbera en lýðræðishópurinn hér ákvað að best væri fyrir Íslensku þjóðina s.l. nótt.  Guðni er gamall froðusnakkur.

Magnús Sigurðsson, 29.9.2008 kl. 18:29

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þó að orsakir þessarra mála séu svipaðar, er í raun alls ekki um samskonar mál að ræða.  Annars vegar er hlutafjárkaup (ríkisvæðing) á einum banka, en hinsvegar er um að ræða stofnun sérstaks sjóðs til að kaupa vafasamar eignir af ýmsum fjármálastofnunum, til að bjargar kerfinu, að þeir er stofna vilja sjóðin halda fram.

Aðgerðin á Íslandi er frekar sambærileg við Northern Rock, eða björgunina Fortis.  Mig rekur ekki minni til að lesa um að þau mál hafi verið til umræðu á þjóðþingum viðkomandi landa áður en til aðgerða kom.

G. Tómas Gunnarsson, 29.9.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tómas, þetta er rétt athugað hjá þér, en hvað umfangið varðar er þetta stærri biti fyrir Íslenska skattagreiðendur.  En vonandi á þetta eftir að virka eins og til er ætlast.

Magnús Sigurðsson, 29.9.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband