Sittu bara og segðu ekki orð!
30.9.2008 | 15:31
Sestu hjá vini þínum sem hefur tapað miklu en segðu ekki orð. Nærveran ein og sér skiptir máli.
Ekki segja:
,,það birtir upp um síðir
,,þetta átti að gerast
,,þetta gátum við sagt okkur.
,,Það sem fer upp kemur niður
,,Það hefði ekki verið gaman fyrir bankann að lifa svona
,,þetta var best úr því sem komið var
,,Af hverju keyptirðu þessi hlutabréf
,,Ég var skynsamur að selja
Sittu bara og þegiðu- eða farðu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Facebook
Athugasemdir
Góðir punktar, takk.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 07:32
Þetta gildir ekki bara gagnvart þeim sem hafa orðið fyrir fjárhagslegum áföllum heldur líka öllum öðrum áföllum og þerngingum í lífinu. Mjög fáir hafa skilning og nærgætni til að geta talað við niðurbrotið fólk. Menn geri oftast bara illt verra með prédikunum og öðru álíka: "Þú mátt ekki hugsa svona" og svoleiðis. Raunveruleg samúð, það að geta sett sig í spor annarra og upplifað hlutina með þeirra augum en ekki sjálfs síns, er sárasjaldgæft fyrirbæri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.10.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.