Að ganga í Noreg!
2.10.2008 | 17:11
Ég held að það sé að sannast sem ég hef löngum haldið fram að það hafi verið mestu mistök lýðveldistímans að hafa ekki hafið samningaviðræður við ESB fyrir löngu síðan og gengið inn að uppfylltum vissum skilyrðum. Við ættum ekki síðar en í dag að lýsa yfir þeirri ætlan að sækja um aðild og biðja um leið hreinskilningslega um aðstoð við að rétta við hagkerfið.
Hinn kosturinn er að flýja til baka þ.e. ganga í Noreg. Norðmenn kunna að fara með peninga. Eitt er víst. Það vcoru ekki mennirnir með fjármálavitið sem flúðu hingað unda Haraldi hárfagra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þú nú gleyma því, Baldur, að ekki eru nema 40 ár síðan að Norgur stóð frammi fyrir þjóðargjaldþroti. Ef þeir hefðu ekki fundið olíuna, þá hefðu þeir líklega farið undir.
Marinó G. Njálsson, 2.10.2008 kl. 18:34
Grínaktugur geturðu verið, prestur minn!
Sigurður Hreiðar, 2.10.2008 kl. 22:09
Þjóðkirkjan á að sjálfsögðu að leggja þetta strax til.Á erfiðleikatímum er kirkjan það sem fólk getur treyst á.Biskup Íslands getur strax hafið óformlegar þreifingar við biskupinn í Niðarósi um þetta. Síðan þegar þeir væru komnir að sameiginlegri niðurstöðu og stuðningur norska biskupsins lægi fyrir, þá legðu þeir málið fyrir konung Noregs og þegar stuðningur hans væri fenginn þá væri málið í höfn.
Sigurgeir Jónsson, 2.10.2008 kl. 23:17
Þessi færsla þín, Baldur, sýnir, að prestar ættu ekki að vera á kafi í pólitík og að þeir ættu kannski að sverja eið að trúnaði við land sitt og þjóð, um leið og þeir fara með sinn prestaeið.
Jón Valur Jensson, 3.10.2008 kl. 02:28
Eigum við ekki frekar að ræða við dani og athuga hvort þeir vilja ekki taka við okkur aftur. Það er miklu styttra síðan við vorum partur af Danmörku
kristín Guðbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.