Illa borgað jobb!
6.10.2008 | 15:10
http://bjorgvin.eyjan.is/ bendir á linku íslenskra blaðamanna gaganvart bankafurstum og hittir naglann á höfuðið eins og oft áður. Ég held að vandi fjölmiðla liggi ekki hvað síst í því hve fáir ílendast á fjölmiðlum. Venjulegt blaðamannajobb er illa borgað og flestir þeir sem eitthvað geta forða sér í blaðafulltrúastöður stórfyrir tækja fyrir fertugt eða þá í prestskap ef ekki vill betur. Kannski sumir þeirra komi nú aftur á fjölmiðla reynslunni ríkari. En gamanlaust: Ísland er sennilega og lítið fyrir alvöru blaðamennsku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Linka gagnvart bankafurstum og algert áhuga og/eða þekkingarleysi á sjávarútveginum og hvað er þá eftir, kannski þýðingar um klæðnað Spears og Beckham?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.