Mynd okkar......
6.10.2008 | 17:23
Dorian Gary Oscars Wilde lifði þá tíma þegar ,,hinir ónauðsynlegustu
hlutir urðu nauðsynlegir og hinir nauðsynlegu hlutir urðu
ónauðsynlegir". Nú höfum við einnig líka lifað slíka tíma. En nú verða
nauðsynlegir hlutir aftur nauðsynlegir og ónauðsynlegir hlutir aftur
ónauðsynlegir. Fátt er svo með öllu illt.........En öll hefðum
við gott af að líta mynd okkar og finna út hvort hún hafi elst meira en
við sjálf.
hlutir urðu nauðsynlegir og hinir nauðsynlegu hlutir urðu
ónauðsynlegir". Nú höfum við einnig líka lifað slíka tíma. En nú verða
nauðsynlegir hlutir aftur nauðsynlegir og ónauðsynlegir hlutir aftur
ónauðsynlegir. Fátt er svo með öllu illt.........En öll hefðum
við gott af að líta mynd okkar og finna út hvort hún hafi elst meira en
við sjálf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg rétt að slíkar "hamfarir" kalla ef til vill á hamskipti. Breytingar á verðmætamati og gildum. Í stað þess að hlaða fimm þúsund króna seðlum á afmælisbörnin, sem verða þó yfirleitt fyrir vonbrigðum með upphæðina, þá gætum við þurft að fara að hugsa um litlar og smáar gjafir sem eru fullar af merkingu og skilaboðum. Gefnar af góðum hug út frá sköpun og næmni. Með góðri kveðju, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.10.2008 kl. 18:42
Já og afi minn Sr. Sigurður Einarsson, sem þýddi bókina myndi örugglega snúa sér við í gröfinni vissi hann af ástandinu hér.
Kolbrún Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 19:31
Ansi góðir punktar með hið nauðsynlega og ónauðsynlega annars vegar og gefa innihaldsríka gjöf hins vegar. Eru gjafirnar í grunninn ekki þrjár ? 1) Gjöfin við gefum meðvitað að eigin frumkvæði 2) Gjöfin sem við gefum af því að ætlast er til þess af okkur 3) Gjöfin sem vegur þyngst hjá þeim sé fær er gjöfin sem við gáfum án þess að hafa hugmynd um að við gáfum hana. Takk ev
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:58
Veistu það, og takk fyrir, ég held að ég verði bara að lesa þessa bók aftur! En það sem kom upp í hugann hjá mér í dag, var t.d. að mæður þyrftu að fara að nota taubleyjur í stað einnota, ef það yrði vöruskortur og/eða yfirverðlagning. Hvað þá með WC pappír? Verður hann svo dýr að við verðum að nota eitthvað annað?
Ég fékk líka tækifæri til að tjá mig um nauðsynlega hlutinn í dag sem gæti allt eins verið ónauðsynlegur á ögurtímum: dóttir mín kom með nýjan gemsa til mín (sem ég borgaði henni, þó að ég hefði í rauninni alls ekki viljað eyða peningi í slíkt apparat), þar sem minn hafði skaðast vegna raka eða e-ð álíka, en hún staðhæfði að ég yrði að hafa einn, þó að ég færði rök fyrir því að ég vildi ekki vera að eyða peningum í slíkt apparat á þessum krepputíma. -
En börnin vilja ná í mann, en ég er að vona að það verði einhvern tíma hlustað á mín rök um að nú eigi að halda að sér höndum og ekki kaupa NEITT, sem ekki er mögulega hægt að komast hjá að kaupa.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.10.2008 kl. 01:46
Oscar Wilde trúði ekki á kristna kirkju.En hann hafði skoðanir sem ber að virða.Rétt eins og skoðanir hvers annars sem er kanski ekki eins orðahagur.Í þeim skilningi segja orð hans ekki neitt.
Sigurgeir Jónsson, 8.10.2008 kl. 03:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.