Fram - Fjölnir yrði gríðarlega sterkt félag!
8.10.2008 | 10:09
Auðvitað eiga Fram og Fjölnir að sameinast. Hið gamla sögufræga félag mitt Fram hefur lokast inní hverfi þar sem eldri borgarar hafa yfirhöndina og þeir eru ekki góðir í fótbolta eða öðrum íþróttagreinum og ekki heldur góðir í því að eiga börn. Hið sama má segja um Val og KR og Þrótt- það má tala um sögulega slæmsku að þessi félög skyldu ekki þróast með byggðinni - unga fólkið og barnafólkið þyrptist upp í hæðirnar þar sem íbúðir voru ódýrari og betri en félögin sátu eftir bundin við vesturbæinn, norðurmýrina, hlíðarnar, háaleitið, laugardalinn, eins og kýr á bás. Útkoman: Allt of mörg léleg félög í Reykjavík, kröftunum allt of mikið dreift og hellingur af fortíðarpöbbum eyddi frístundum sínum í það að keyra börnin sín vestur í bæ eða niðrí Safamýri.
Fram- Fjölnir yrði gríðarlega sterkt félag. Reynsla Frammarana og frumkraftur Fjölnismanna mundi gera það að stórveldi og það myndi ná yfir helstu vaxtarsvæði Reykjavíkur. Sjálfsagt myndi það heita Fram- Fjölnir til að byrja með en menn ættu endilega að leyfa því nafni að lifa sem er léttast og best á tungu í íþróttalegu samhengi. Fram nafnið er með allra bestu íþróttafélagsnöfnum og hlýtur að verða ríkjandi fái nöfnin að spreyta sig saman. Hreinlegast væri náttúrulega að nýja félagið héti einfaldlega Fram - eitt af bestu vörumerkjum íslenskrar íþróttasögu.
Selfoss í efstu deild sameinist Fjölnir og Fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tel að best væri að finna nýtt nafn strax, alltaf fundist það ansi klaufalegt þegar lið sameinast og skella nöfnun í einn graut, samanber: KA/Þór, Dalvík/Leiftur, Ármann/Fjölnir. Ég er Fjölnismaður og auðvitað vill ég að Fjölnisnafnið lifir, en það er ekki í boði finnst mér ef við sameinust Fram, nú þarf að brainstorma og finna gott nýtt nafn á nýtt félag ef úr verður.
Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:34
Ég get hreinlega ekki verið sammála þér. Ég hef verið Frammari alla mína tíð (og meira að segja aðeins lengur en það) og aldrei gæti ég nokkurntíman stutt við félag sem bæri ekki nafnið Knattspyrnufélagið FRAM og léki ekki í bláum treyjum og hvítum stuttbuxum. Á hinn bóginn skil ég það fullkomnlega að Fjölnismenn margir hverjir eru að sjálfsögðu á sömu skoðun varðandi sitt félag.
Ég vitna einfaldlega í fyrstu tvær greinar í reglugerð Fram.
LÖG OG REGLUGERÐIR FRAM
1. grein
Heiti og markmið
Félagið heitir Knattspyrnufélagið FRAM. Aðsetur þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. grein
Merki og búningur
Merki félagsins er skjaldmynd, fótknöttur á hvítum grunni, umritaður nafni félagsins í bláum stöfum.
Búningur félagsins er blá treyja, hvítar buxur og bláir og hvítir sokkar.
Ef einhverju af eftirtöldu verður breytt, þá er umrætt knattspyrnufélag ekki lengur Knattspyrnufélagið FRAM og þar með er ég ekki lengur stuðningsmaður þess, og þar með er íslensk knattspyrna dauð í mínum augum.
Kristófer Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:34
Held að ef það yrði fundið nýtt nafn þá kæmi ný kennitala og þá yrði sameinað lið að byrja í neðstu deild. Annars þekki ég ekki reglur KSI varðandi þetta atriði en rámar í að þetta sé svona í handboltanum.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 8.10.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.