Fólkið sem þorði!
9.10.2008 | 16:36
Margir verða reiðir, ekki síst þeir sem áttu sparnað sinn í hlutabréfum í bönkunum og misstu allt. Þeir verða ekki bara reiðir -þeir fyllast vonleysi. Allir töldu víst að bankarnir yrðu varðir. Gætu lækkað úr öllu valdi vissulega en í núllið það fór fram úr ímyndunarafli hárra sem lágra. Fulltrúi gamla tímans sem lagði allt sitt á sparisjóðsbók heldur sínu á meðan sá sem hlýddi kalli tímans tapar öllu. Er nú manneskja án viðspyrnu- án vonar. Það hefði verið gott innlegg í framtíðina að skilja slíkt fólk eftir með einhverja táfestu. Það er eftir allt saman fólkið sem þorði. Nú er búið að kýla það fólk niður. Það mun hafa deyfandi áhrif á íslenskt samfélag til framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað meinarðu með hárra sem lágra ,ertu prestur? ertu hærri eða lægri ?
Jóhann Frímann Traustason, 9.10.2008 kl. 16:55
Hér er farið með rangar alhæfingar: "Allir töldu víst að bankarnir yrðu varðir.", "það fór fram úr ímyndunarafli hárra sem lágra". Það var ekki ófyrirsjáanlegt að svona gæti farið og er þreytandi þegar menn sem skortir ímyndunarafl segja allir séu eins og þeir. Sumir höfðu aldrei trú á að gullæðið sem rann á stóran hluta þjóðarinnar væri byggt á raunverulegum verðmætum og hið svokallaða góðæri gæti staðið til lengdar. Sumir trúðu því að bankakerfið gæti hrunið eins og það hefur gert þannig að ekki væri hægt að verja það.
Finnst þér jákvætt að fólk þori að stunda ævintýralegt gróðabrall á ábyrgð ríkisins, þ.e. þjóðarinnar? Það mun ekki hafa deyfandi áhrif á samfélagið að tími fífldjarfra gróðapunga sé liðinn.
Starbuck, 9.10.2008 kl. 17:25
Jóhann : Í þessu samhengi þyðir þetta ,,allra". Ég telst hvorki til hærri eða lægri frekar en aðrir. Starbruck: Þú ert nú bara venjulegur ofsi og ættir að slaka á. Ég er að tala um ,venjulegu" karlana og kerlingarnar sem völdu þessa leið. kv. B
Baldur Kristjánsson, 9.10.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.