Örmagna af áhyggjum!
9.10.2008 | 18:28
Þegar ráðamenn eru spurðir um það hvort að Íslendingar verði ekki háðir Rússum þiggi þeir stórt lán frá þeim með hagstæðum kjörum svara þeir því til að þeir viti ekki til að nein skilyrði fylgi láninu. Mér finnst þeir sleppa létt frá erfiðri spurningu. Annars finnur maður til með körlunum sem eru sið stýrið (allt eru þetta karlar). Þeir eru búnir að leggja nótt við dag í marga sólarhringa og eru örugglega að verða örmagna af álagi og áhyggjum.
Og brimskaflarnir skella á suðurströndinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru þetta ekki bara dónar og fífl !!!
Ég hlýt að mega taka svona til orða eins og forsætisráðherra....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 9.10.2008 kl. 18:40
Hvað er í gangi hér? Er fólk að missa sig í algera móðursýki? Farið að spá og spá í óræða framtíð og óteljandi fjaðrir? Hver var að tala um að selja Vestfirði fyrir lánið? Er það fast í hendi? Hættið þessu strax! Mér líður eins og á allsherjar kjaftakerlingartorgi þar sem sést glitta í Nareddin skellihlæjandi. Hættið þessu! Það hefur sýnt sig á bloggsíðum að meira en helmingurinn er bara kjaftavaðall, ágiskanir og smjatt eins og gengur yfir rjúkandi kaffibollum á eldhúsborði. Höldum okkur við staðreyndir og staðreyndir eingöngu. Líti hver í eigin barm. Fólk spyr, hvar var þessi, hvar var hinn, eða þessi varaði við og hinn varaði við. Málið er að við sigldum öll sofandi að feigðarósi og kjósum yfir okkur það sem við eigum skilið. OG berum ábyrgð á því!!
NinaS (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:28
Þér er mikið niðri fyrir Nina! kv. B
Baldur Kristjánsson, 9.10.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.