Dæmi sem Íslendingar ættu að skilja!
10.10.2008 | 09:08
Nú væri ráð fyrir okkar ágæta menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu að beita sér fyrir aukinni mannréttindakennslu í grunnskólum. Það er nefnilega komið dæmi sem ætti að auka skilning Íslendinga á einu grundvallaratriði. Með þessu dæmi, sem er dæmið frá Íslandi, væri hægt að kenna þeim að falla ekki í gryfju staðalímynda og þar með rasisma. Hvort sem um er að ræða Litháa, Pólverja, Gyðinga, Múhameðstrúarmenn, hælisleitendur eða Íslendinga...að meta ekki hópinn fyrir það sem einstaklingar eða stjórnvöld aðhafast. Dæma fólk sem einstaklinga ekki meta fólk á grundvelli þjóðernis, litarháttar, trúarbragða eða slíkra hluta.
Þó að sá sem féflettir þig sé Íslendingur byrjar þú ekki að hafa vara á Íslendingum. Flestir hafa nokkuð til síns ágætis, Íslendingar ekkert síður en aðrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þessa færslu Baldur. Ég hafði sjálfur skrifað á dálítið svipuðum nótum á minni vefsíðu í morgun þar sem ég líki stöðu Íslendinga nú við þá stöðu sem Gyðingar hafa oft lent í gegnum aldirnar - í stöðu syndaselsins. Skrif útlendra fjölmiðla um Ísland og Íslendinga nú er mikið áhyggjuefni.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:56
Hvernig myndu Íslendingar líta á Breta ef þúsundir Íslendinga væru komnir í vandræði vegna fjármálaumsvifa Breta?
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 10:40
Þetta er einmitt vandinn Sigurður Þór ágætur, að greina á milli einstaklinga og þjóða. Takk fyrir reglulegt innlit annars. Mæli með að menn skoði þína færslu Gunnlaugur! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 10.10.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.