Alþjóðadagur gegn dauðarefsingum!
10.10.2008 | 15:02
Í dag 10. október er Evrópudagur gegn dauðarefsingum og einnig alþjóðlegur dagur gegn dauðarefsingum. Evrópa er eina svæðið í heiminum þar sem dauðarefsingar eru ekki framkvæmdar. Öll 47 ríki Evrópuráðsins hafa annaðhvort horfið frá því að dæma á þann veg eða horfið frá fullnustu slíkra dóma. Síðan 1997 hefur engin aftaka farið fram í ríkjum Evrópuráðsins. 2002 var samþykktur sáttmáli sem bannar aftökur algjörlega einnig á stríðstímum en slíkt hafði verið leyfilegt frá árinu 1983.
Þessi afstaða Evrópu endurspeglar m.a. það kristna siðgæði að hvert mannslíf sé óendanlega dýrmætt og ekkert réttlæti það menn taki líf. Þetta er grundvallarafstaða sem hefur ekkert að gera með alvarleika þess glæps sem kann að hafa verið framinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er nú ekki ráð að taka upp dauðarefsingar á Íslandi til að refsa SÖKUDÓLGUNUM?
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 17:12
Sæll Baldur.
Þakka kærlega fyrir að minna á þetta mikilvæga málefni. Þarna er einn af mörgum snertiflötum við okkur húmanista og ég veit að þeir eru fleir en þessi!
Kveðja
Bjarni Jónsson
Varformaður Siðmenntar
Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 23:56
Einmitt það já. Merkilegt hvernig meirihluti kristinna manna í gegnum aldirnar hafa ekki verið á þessari skoðun. Yndislegt hvernig "kristið siðgæði" er breytilegt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.10.2008 kl. 19:20
Þú ættir að læra að lesa texta. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.10.2008 kl. 19:25
Já, ég ætti að gera það. Þá skulum við héðan í frá tala um "það kristna siðgæði að trúvillinga beri að taka af lífi".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.10.2008 kl. 19:30
Lestu setninguna. ..það kristna siðgæði.....nokkrum sinnum. Þú sérð að hún útilokar ekki neitt m.a. ekki annað kristið siðgæði sem kynni að spretta af annarri túlkun. Hættu svo þessum agnúaskapog reyndu að skrifa eitthvað uppbyggilegt. Ég var svo sannarlega ekki að eyrnarmerkja kristnum þessa afstöðu en þeir eiga sinn veigamikla þátt sem vefst saman við ýmislegt annað. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.10.2008 kl. 19:42
Baldur, ég var nú einfaldlega að benda á að það sé hægt að flokka allt sem hluta af "kristnu siðgæði", sbr lokaorð mín í fyrstu athugasemdinni: "Yndislegt hvernig "kristið siðgæði" er breytilegt."
Annars furða ég mig á því hvernig einhver sem trúir á játningar Þjóðkirkjunnar geti sagt að "hvert mannslíf sé óendanlega dýrmætt" í ljósi þess að í þeim er sagt að trúvillingar eins og ég eigi skilið að kveljast að eilífu. Afar undarlegt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.10.2008 kl. 16:27
Það þarf svolítið slunginn heila til þess að átta sig á trúarbrögðum. Í þeim efnum er ekki allt sem sýnist. (reyndar er almennilegt trúarbragð fullt af mótsögnum ef út í það er farið) Þú getur nú reyndar verið skarpur á stundum. kv. B
Baldur Kristjánsson, 13.10.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.