Samkenndarsamfélagið!

Eins og stundum áður kortleggur Ingibjörg Sólrún hlutina af skynsemi í Morgunblaðinu í dag.  Staulumst af stað með aðstoð Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins og göngum svo hnarreist móts við nýja tíma í Evrópsku samstarfsumhverfi undir formerkjum ESB. Allt í góðu með það. Á næstu klukkustundum og dögum þurfum við hins vegar að hlúa að þeim sem hafa orðið fyrir áfalli.  Finna þá og leiða þá útí ljósið. Leiða þeim fyrir sjónir að Ísland verði áfram land tækifæranna.  Lífið sjálft sé líf tækifæra. Gæði lífs fara reyndar þegar öllu er á botninn hvolft ekki eftir ytra umhverfi heldur ræðst af hugarheimi.  Hugarheim er hægt að uppörva með nálægð, uppörvun, hrósi, klappi á bakið. Verst eiga þeir kannski sem eru orðnir gamlir og höfðu safnað í sjóð handa börnum sínum og séð hverfa.  Það er sárt. Þeir hafa reyndar með þátttöku sinni í íslensku samfélagi skapað Ísland sem býður börnum sínum ótal möguleika og tryggir þeim þá sanngirni að sá sem vinnur vel og menntar sig til hugar eða handa honum ætti að ganga vel. Segjum þeim það. Þannig Ísland skulum við byggja áfram (og betur). Klíkulítið samfélag þar sem allir njóta hæfileika sinna og framlags hver með sínum hætti og ekki er spurt um kyn, uppruna, ætt eða kunningsskap heldur hæfni, vit, dugnað og vilja.  Við skulum líka hafa þetta samkenndarfélag – þar sem manneskjan skiptir máli og er dýrmætust alls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Heyr, heyr Baldur. Það sem þú setur í sviga finnst mér afar mikilvægt, þ.e. að við gerum betur en áður og lærum af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Á eftir vetri kemur vor og það á líka við um ástandið þessa dagana. 

Skúli Freyr Br., 13.10.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað með þá sem hafa orðið fyrir áfalli alveg nýlega af öðrum ástæðum og án tengsla við þessar efnahagsþremngingar en svo þær ofan í? Það gildir t.d. um mig. Ég finn enga samkennd nokkurs staðar frá. Það eru bara efnahagsþrengingar sem ná máli. Mér finnst ég ekkert tilheyra þessari þjóð sem hugsar bara um peninga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú átt samúð mína óskipta þó að það skipti kannski litlu svona í fjarlægðinni. Annars hintar þú að því sem rétt er. Gleymum ekki alvöru sorgum sem menn verða fyrir. kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.10.2008 kl. 13:03

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já já Baldur minn. Ganga svo hnarrreist inn í hópinn þar sem einn
sá stærsti í hópnum beitti okkur hryðjuverkalögum með þeim
afleiðingum að stærsta fyrirtæki Íslands fór í gjaldþrot með
gríðarlegu efnahagstjóni fyrir Íslendina. Bretar ÞVERBRUTU þarna
eitt af grundvallarreglum ESB og virðast komast upp með það.
Sá stóri virðist komast fram með að kúga og ráðast á þann smáa,
þótt báðir undirgangast EES-samninginn. -   Já, mjög svo fýsilegu kostur að tengjast  slíkri ESB-árásarþjóð eða hitt þó heldur.

Nei, inn í ESB höfum við EKKERT að gera, enda meira og minna í
upplausn í dag. Ísland hefur ALDREI staðið eins fjarri ESB-aðild
eftir hryðjuverkaárás ESB-ríkisins Bretlands á Ísland.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.10.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Skoðanir þínar á þessu eru þekktar Guðmundur.  Þakka þér fyrir einarðlega og kurteislega framsetningu á þeim.  Allir eiga rétt á sínum skoðunum. kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.10.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég hefði viljað sagt hafa það sem heimspekiprófessorinn spaki mælti í viðtali við Kolbrúnu í Mogganum um helgina. Sagði allt sem skiptir máli.

Sigþrúður Harðardóttir, 14.10.2008 kl. 16:35

7 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæll Baldur,

   Sem betur fer finnst mér ég hafa orðið vör við jákvæðni í Íslendingum núna, reiðin er að hjaðna held ég, og vonandi getum við byggt okkur upp áfram.   Vonandi gleymum við samt ekki þessari krísu.

Sólveig Hannesdóttir, 15.10.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband