Haldið vestur
14.10.2008 | 18:30
Það hefur aldrei hent mig fyrr að fá leið á kosningabaráttu fyrir bandarísku forsetakosningar. Úrslitin liggja nokkuð ljós fyrir. Val McCains á förunaut voru mistök. Efnhagskreppan er honum óhagstæð. Hann mun að vísu reyna að fá fólk til að efast um karakter Obama á endasprettinum en það mun ekki takast. En ástæðan fyrir leiða mínum er ekki endilega að úrslitin séu nokkuð augljós. Frambjóðendurnir eru ekkert skemmtilegir. Obama er vissulega góður að viðra hugmyndir en sé hann snjall og órðheppinn þá leynir hann því vel. McCain má hafa verið áhugaverður hér áður fyrr en á mig virkar hann nú fyrst og fremst sem drýldinn karl. Það er búið að taka fyrir það að hann kjafti frjálst við blaðamenn og láti allt flakka. Þar með fór hans helsti styrkur veg allrar veraldar.
Báðar fylkingar leyna varaforsetaefninu. McCain vegna þess að Palin hefur skoðanir sem fá Jón Val okkar hér heima til að virka sem róttækling til vinstri en er langt í frá eins gáfuð. Obama af því að Biden eins orðheppinn og snjall hann er nú á það til að misstíga sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.