Sjálfhverfa hliðin!
16.10.2008 | 10:00
Í dag er alþjóðadagur gegn hungri, vannæringu og fátækt. Miljónir á miljónir ofan af börnum fá ekki nóg að borða í dag. Miljónir á miljónir ofan af börnum eru vannærð. Miljónir deyja af fæðutengdum sjúkdómum. Sameinuðu þjóðirnar tileinka daginn í dag þessu hörmulega ástandi. Fyrir allt of marga er þessi fallega veröld táradalur og hörmungarstaður. Við Íslendingar getum prísað okkur sæla og höfum sem þjóð enga ástæða til harmkvæla. Og ég er með tillögu. Á tíma atvinnuleysis og niðursveiflu ættum við að stórauka virka aðstoð okkar við fólk sem býr við vannæringu, hungur og fátækt. Sá sem ferðast um Afríku sér að Skandinavar og Danir eru þar á hverju strái. Við gærum verið miklu virkari í hjálparstarfi. Með þeim hætti fengjum við útrásarverkefni fyrir hundruðir af hæfu fólki t.a.m. fyrrverandi starfsfólk banka og merkilegt nokk og það er sjálfhverfa hliðin á teningnum: Slíkt skilar sér til baka í okkar eigin þjóðarbú með margvíslegum hætti. með vöxtum og verðtryggingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.