Að sóa orkunni!

Það dregur orku úr einni þjóð að vera sífellt að berjast á móti óhjákvæmilegri þróun. Hvað margir metrar af ævistarfi hafa ekki farið í það að berjast á móti því að menn flyttu suður? Fjölmennir hópar berjast gegn auknu samstarfi okkar innan Evrópu og upptöku evru, hvortveggja óhjákvæmilegt. Hópar manna berjast gegn innflutningi á landbúnaðarrvörum og svo mætti telja í það óendanlega.

Og nú heimta menn hver í kapp við annann nýtt Ísland á meðan þeir sem hafa töglin og haldirnar eru byrjaðir að teppaleggja út í hvert horn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir eru nú svo innisnjóaðir í baráttunni sumir Baldur, að ég hitti t.d. einn innmúraðan á förnum í gær sem bölsótaðist hinn versti útí EES samninginn. Jú og ástæðan var að ef hann hefði ekki verið gerður hefðu bankarnir aldrei orðið stórir.

Á þeim bæ þykir nærtækara að bölsótast útí regluverkið sem gerði þetta mögulegt en þá sem voru að stjórna landinu og klikkuðu á að halda í skottið á bönkunum, með bindiskyldu og ýmsu öðru eða með því að taka upp evru meðan við vorum í stöðu til þess.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.10.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þeir teppalögðu fyrir sægreifana suður en eru ekki tilbúnir til að teppaleggja út fyrir sitt áhrifasvæði.  Nú verður að nægja að breiða yfir blettina.

Magnús Sigurðsson, 18.10.2008 kl. 09:05

3 Smámynd: Vignir Arnarson

ELSKUM FRIÐINN OG STRJÚKUM KVIÐINN.............

MEÐAN ENN ER EITTHVAÐ Í HONUM............

Vignir Arnarson, 18.10.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband