Við hefðum betur...og getum næst!
19.10.2008 | 12:20
Faraó sagði við Jósef: Mig dreymdi að ég stæði á bakka Nílar 18þegar upp úr ánni komu sjö vel aldar og fallegar kýr og fóru að bíta sefgresið. 19Á eftir þeim komu upp sjö aðrar kýr, svo renglulegar, ljótar og horaðar að ég hef engar séð jafnljótar í öllu Egyptalandi. 20Þessar horuðu og ljótu kýr átu sjö feitu kýrnar. 21Er þær höfðu étið þær var það ekki á þeim að sjá því að þær voru jafnljótar og áður. Þá vaknaði ég. 22Mig dreymdi líka að ég sæi að sjö öx uxu á einni stöng, full og væn. 23Á eftir þeim spruttu sjö kornlaus öx, grönn og skrælnuð af austanvindi, 24og grönnu öxin svelgdu í sig vænu öxin sjö............
Og ráðning Jósefs: Sjö allsnægtaár koma um allt Egyptaland. 30Í kjölfar þeirra kemur sjö ára hungursneyð svo að allar nægtirnar í Egyptalandi gleymast........
33Þess vegna ætti faraó nú að svipast um eftir hyggnum og vitrum manni og setja hann yfir Egyptaland. 34Faraó láti til sín taka og skipi umsjónarmenn yfir landið og taki fimmtung af afrakstri Egyptalands á sjö nægtaárunum. 35Á góðu árunum, sem fara í hönd, skulu þeir safna vistum og fá faraó kornbirgðirnar til umráða og geyma þær í borgunum. 36Vistirnar skulu vera forði fyrir landið á mögru árunum sjö, sem koma munu yfir Egyptaland, þannig að hungursneyðin eyði ekki landinu.
Hugsanlega getum við næst dregið einhvern lærdóm af þessari fornu sögu sem er í 1. Mósebók.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sumir (þar á meðal fermingarbörn) spöruðu til mögru áranna (t.d. í peningamarkaðsbréfum) ... ekki verður við þá sakast heldur þau sem vöruðu ekki við áhættunni af því að fjárfesta í íslensku út- og innrásinni (fasteignamarkaðinum).
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:17
Við getum alltaf dregið lærdóm þessari frásögn í Mósebók. Sjö ára reglan er nokkuð nákvæm, þess vegna getum við verið nokkuð viss um að hallærisárin verða í mesta lagi sjö.
Við megum heldur ekki sleppa því að sjá að við erum undirbúin fyrir mögur ár, höfum t.d. einn besta húsakost í heimi, ágætis matvæli og góða bíla. Við höfum byggt upp orkuver sem sjá framleiðslufyrirtækum fyrir rafmagni og þau svo okkur fyrir vinnu.
Magnús Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 15:31
Fín færsla hjá þér Baldur. Og ég er einmitt lika sammála Eirný,- þeir sem fjárfestu í hlutabréfum eða peningabréfum,- ja eða sjóðum máttu vita að það er áhætta. Peningabréfin voru t.d. alltaf skráð í áhættuflokk 1 ( það þýðir reyndar lítil áhætta....en áhætta samt). Og þeir sem fjárfestu fyrir hönd sveitarfélaga mega náttúrulega skammast sín og geta ekki kennt bankastarfsfólki um...því fjármálastjórar sveitarfélaga eiga að heita fagfjárfestar. Þeir voru bara að gambla með peninga almennings.........og hana nú.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 19.10.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.