Tjóðraðir við liðinn tíma!
19.10.2008 | 18:19
Ég heyri utanað mér í fréttum að ESB aðild myndi koma dreifðum byggðum á Íslandi vel. þetta er m.a. haft eftir sérfræðingum í málefnum bandagsins. Þetta hefur legið lengi fyrir. Þetta er m.a. reynsla Finna. ESB hefur ætíð lagt fyrir í sjóði sem hafa þann tilgang að styrkja byggð á jaðarsvæðum. Sjóði sem hafa þann tilgang að efla byggð þar sem hún á í vök að verjast. Þann tilgang að efla atvinnustarfssemi ekki síst landbúnað á slíkum svæðum. Nær öll byggð utan stór - Reykjavíkursvæðisins á Íslandi myndi sennilega falla undir það að vera jaðarbyggð. Það yrði þó fyrst staðfest í aðlildarviðræðum.
Þess vegna er það grátbroslegt að þeir sem harðast berjast gegn aðild eru menn úr dreifbýlinu. þeir eru sem tjóðraðir við liðinn tíma og flýja úr einu víginu í annað til þess að koma í veg fyrir að Ísland taki fullan þátt í nútína samstarfi þjóða í okkar heimshluta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Athugasemdir
Hárrétt. Í raun ekki bara grátbroslegt, heldur fremur sorgleg staðreynd.
Heimir Eyvindarson, 19.10.2008 kl. 19:38
sá þessa frétt en gat ekki séð að nein rök fylgdu önnur en þau að landsbyggðin hér á landi væri betur í sveit sett er varðar gagnaflutninga og fjarskipti. Og hvað er þá að sækja til ESB
Katrín, 19.10.2008 kl. 20:05
Sjávarútvegsstefna EBE er því miður hryllileg. það er stærsti annmarkinn á að Íslendingar gangi í Ebe.
Fiskimið þar eru uppurin og soltnir flotar verklausra sjómanna munu leita á Íslandsmið.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.10.2008 kl. 22:13
Hver mundi úthluta þeim kvótum til þess Salvör, hefurðu eitthvað fyrir þér í þessu eða ertu bara að bulla um sjávarútvegsmál, eins og svo allt of margir...? Held þú ættir að setja þig inní málið áður en þú setur í gang miklar áliktanir.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.10.2008 kl. 22:20
Fiskveiðireynsla og svokallaður sérnýtiákvæði á við fiskinn. Bara að kynna sér það.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:38
Er það semsagt orðið jákvætt að borga í sjóð í Brussel sem deilir svo peningunum út á "jaðarbyggðir" ?
Það er rugl að halda því fram að við fengum að halda stjórn fiskveiða. SAMEIGINLEG fiskveiðistefna og okkar reglur sem banna/takmarka eign útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum stæðust aldrei skoðun.
Persónulega missi ég ekki svefn yfir því, starfa ekki við sjávarútveg og á engann kvóta. En það á að tala um hlutina eins og þeir eru.
Barði Barðason (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.