Þegar traustið þverr!

Íslenska ólánið er gjaldþrot þeirrar stefnu að halda í krónuna og standa utan ESB. Nú þurfum við að lýsa yfir þeim vilja okkar að ganga í ESB.  Fólkið í þessu landi vill lifa í stöðugu samfélagi.  Ef fólk á að vera svona handbendi áfram þá bara fer það, missir vonina og fer.

Jafnframt þurfum við að keyra niður atvinnuleysið,  Ríki, sveitarfélög, stofnanir og einstaklingar þurfa að leggjast í hugmyndavinnu og hrinda af stað verkefnum.  Hvað sem það kostar.  Það voðalegasta sem gerist er að fólk missi vonina, traustið, tiltrúna. Nú þegar hafa allt of margir misst vonina og traustið á stjórnvöldum.


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best að þessi frétt útdeilist frá þinni bloggsíðu kæri vin: Sem hluti af efnahagsúrræðum þjóðarinnar var Íslandi boðið (frá Brussel) að komast strax í forstofu ESB, bæði hvað varðar mynt og dreifbýlisaðstoð. Því var hafnað samstundis.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:07

2 identicon

Nei þetta er fyrst og fremst gjaldþrot frjálshyggjunnar og græðgisvæðingarinnar. Það er mikill misskilningur að það sé einhver gæðastimpill á ESB eða það apparat nema síður sé.

Málið er að þessi útþennsla og mikilmennskubrjálæði sem gerðist með þessa 3 stóru útrásarbanka, gat einmitt ekki gerst nema vegna galopinna fjármagns freslis ákvæða í EES samningnum marg of-lofaða. Það er því ansi dýr reikningur sýnist mér sem þessi EES samningur hefur kostað okkur ef hann verður nú 1.100 milljarðar. Já og svo villt þú bæta um betur núna séra Baldur og leggur það til að við göngum í sjálft Evrópusambandið og það til að bæta atinnustigið. Heldurðu virkilega að atvinnan verði meiri og örugggari við það að ganga í þetta skaðræðis skrifræðis bandalag. Veistu ekki að þegnar flestra þessara landa hafa búið við gríðarlega hátt inngróið kerfislægt atvinnuleysi. Allir skrifræðisherrar bandalagsins hafa ekki getað lagað það. Þetta er veruleikaflótti hjá ykkur ESB trúboðinu og svona "hókus pókus" lausnir.  

Nei víst þurfum við aðstoð annarra ríkja til að vinna okkur útúr vandanum og við þurfum þor og við þurfum kjark til þess að vinna okkur útúr þessum erfiðleikum og það gerum við Íslendingar án þess að þurfa að fara skríðandi inní þetta ömurlega skrifræðis Bandalag Andskotans. Það vona ég alla vegana. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er nauðsynlegt næsta skref Gunnlaugur til að skapa hér stöðugleika. Íslenska slysið varð ekki vegna EES samningsins. Það var hægt að komast hjá því þrátt fyrir hann. Hefði hann ekki verið gerður hefði þetta reyndar ekki skeð. Það hefði heldur ekki gerst neitt ef þjóðin hefði legið upp í rúmi með dregið upp fyrir haus alla tíð.

Ætlar þú að vera í hópi með Jóni Bjarnasyni og Bjarna Harðarsyni að stuðla að því að ræna alþýðu þessa lands sparnaði sínum og eignum á nokkurra ára fresti? Það er gjaldþrota leið að hanga á krónunni. Því miður góði. kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.10.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gunnlaugur...ef þú vilt láta taka mark á þér í umræðunni skaltu sleppa talsmáta einsog .....,,ömurlega skrifræðis Bandalag Andskotans" Þú talar eins og Bjarni Harðarsson!

Baldur Kristjánsson, 30.10.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er u.þ.b. botninn í þessari umræðu, að tala eins og Bjarni Harðarson... Að kenna ESB um atvinnuleysið sem hefur verið viðvarandi í þessum löndum í áratugi, síðan löngu fyrir daga ESB eins og Gunnlaugur gerir, er alveg útúr korti. En það er það sem þetta blessað fólk lemur stanslaust á, auk þess sem það telur að Samherji, Brim og aðrir slíkir séu best komnir með sjávarauðlindina á sínum höndum, til að laupa með ALLAN afraksturinn í fjárfestingar í útlöndum. Ég sé nú ekki mikinn mismun þar á fyrir Íslenska alþýðu...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 17:21

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...þarna átti nú að standa hlaupa með.... en ekki laupa með afraksturinn....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 17:25

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég segi nú einsog Davíð krónan er bara mælikvarði. Það er ekki hún sem er ástæðan fyrir óförum okkar heldur efnahagskerfið og hugarfarið  sem ríkt hefur í þjóðfélaginu, fyrst þarf að laga það svo má fara að ræða evru og Efnahagsbandalag.

María Kristjánsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:03

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

jú María, það var krónunni að kenna að skaðinn varð svona mikill. Það þarf að sækja um aðild strax.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.10.2008 kl. 19:52

9 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ekki hef ég nú verið neinn sérstakur evrópusinni fram að þessu, en þegar hvorki þjóðin eða þeir herrar sem hún álpast til að kjósa yfir sig, kunna fótum sínum forráð, er ekki margt annað í stöðunni en að leita eftir aðhaldi erlendis frá. Ég get ekki betur séð og heyrt, en goðsögnin um að ef einhverjir aðri en sjáfstæðismenn stýrðu fjármálum landsins, væri fjandinn laus. Að nú hafi losnað um hann sem aldrei fyrr og vandséð hvenær hann stoppar.

Kveðja AG

Ari Guðmar Hallgrímsson, 30.10.2008 kl. 20:05

10 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Innganga í Evrópusambandsaðild er þvinguð staða

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 31.10.2008 kl. 00:48

11 identicon

Ég má nú til með að biðja sómamanninn Baldur Kristjánsson afsökunar á því að hafa viðhaft þetta óguðlega orðbragð um Evrópusambandið hér á hans heimasíðu. Ég skal ekki gera það aftur hér á þínu bloggi alla vegana, þó svo það breytist ekki hvað mér finnist um ESB.

 En ég vildi líka nota tækifærið og þakka þér fyrir oftast mjög góð skrif um menn og málefni og þjóðmálin almennt. Ég les mikið bloggin þín mér til fróðleiks og skemmtunar, þó svo að skoðanir okkar um aðild að ESB fari alls ekki saman.  Góðar stundir.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:15

12 Smámynd: Einar Þór Strand

Baldur það er ekkert að sækja í ESB og reyndar athugunarvert að það voru veðköll og lokun lánalína frá Seðlabanka Evrópu sem komu skriðunni af stað hérna

Einar Þór Strand, 31.10.2008 kl. 10:30

13 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Farðu dýpra í þetta Einar Strand.  Gunnlaugur.  Afsökun meðtekin.  María:  ísland á menningarlega samleið með Evrópu. ESB er nútíma samstarf ríkja. ESB tekur okkur langt fram í mannréttindavinnu og neytendavernd og réttindum launþega (direktive anno 2001 um jafnrétti og mismunalausan vinnumarkað).  Vinstri menn í Evrópu er yfirleitt mjög hlynntir  samstarfi innan ESB og einnig innan Evrópuráðsins.  Í hvaða holu lentu menn hér?

Baldur Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband