Liggur í augum uppi!
1.11.2008 | 20:53
Sjá ekki allir að ríkisstjórnin dettur upp fyrir í vetur....að Þorgerður Katrín er Sjálfstæðisflokksins eina von.......að Davíð Oddsson er með tapað tafl....að staða Guðna vinar hans Ágústssonar er sömuleiðis í rúst..........að Ísland verður búið að sækja um aðild að ESB fyrir febrúarlok...að Frjálslyndir detta uppfyrir í kreppunni. Liggur þetta ekki allt saman í augum uppi?
Þar að auki er líklegt að næsta ríkisstjórn verði mynduð um aðildaraðsókn sennilega af Ingibjörgu Sólrúnu og Þorgerði Katrínu með mikilli velvild Valgerðar Sverrisdóttur verðandi formanns Framsóknarflokksins. Þráhyggja Vinstri Grænna í Evrópumálum mun einangra þá enn frekar í íslenskum stjórnmálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vona að það eigi eftir að verða mikið um gæfuspor í pólitíkinni næstu mánuði. Þorgerður er eina sem játar þörfina á endurmati innan flokksins. Guðni virðist ekki fiska og held ég að verði að viðurkenna að framsóknarmennskan er ekki genetísk (við erum búnir að afsanna það :)
Ég vona að næsti áratugur verði með Samfylkingu sem kjölfestu, en VG verði þar líka sem stjórntækur og stór flokkur. Saman geti þeir myndað sterka tveggja flokka ríkisstjórn. Grasrót VG vill líta yfir sundið til Evrópu og það er bara tímaspursmál hversu lengi forkólfarnir reyna að "hafa vit" fyrir kjósendum sínum.
Gleðiríkan sunnudag séra,séra. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.11.2008 kl. 23:31
Takk sömuleiðis! kv. B
Baldur Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 23:37
22,3% er fylgi Sjálfstæðisflokks skv. nýjustu skoðanakönnun, í nýútkomnum Sunnudags-Mogga. Athugið framtíðarhorfur flokksins: í aldurshóp 18–24 ára nýtur hann 10,4% fylgis, en vinstriflokkarnir tveir samanlagt 84,6%, og eru Vinstri grænir þar með vinninginn: 42,7%! – Sjá Morgunblaðið 2. nóv., s. 13.
Hins vegar er Þorgerður Katrín afleitur kostur, vill troða okkur inn í EBé í fullkominni fásinnu um allt það, sem það myndi leiða yfir okkur á nýbyrjaðri öld.
Þá er betra að Geir reyni að fljóta, þótt skrautfjaðrirnar séu af honum. Þjóðin sjálf er vegvillt vegna sírenanna, sem sífellt hafa sungið henni seiðandi blekkingarsöng, og þolir ekki mistök, óráðsíu og ábyrgðarleysi ríkisstjórnar og fjármálayfirvalda sem leitt hafa okkur undir ánauðarok ofurskulda.
Hér vantar nýjan stjórnmálaflokk, manna sem vilja sjálfstæði þjóðar og stefnufestu. Hvenær sem kosningar verða, er ljóst, að þar verða fleiri í boði en fimmflokkurinn á þingi.
Eitt enn: Framsókn seig niður í þessari könnun er ekki með 10% eins og hjá Gallup fyrir helgina, heldur 7,8%, en Frjálslyndir hækka úr 3 í 4,4%! Meira á síðu minni: Sjálfstæðisflokkur hrapaður niður í 22,3%! ...Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 04:15
Vinsamlegast athugið að gamla íslenska fulltrúalýðræðið er gjaldþrota. Tunguliprir spunadoktorar ráða ríkjum í sölum alþingis og þjóðin hefur ekkert val. Vinstri Galnir vilja afsala sér fullveldinu og taka upp norska krónu, Samfylkingin er höfuðlaus her, Sjálfstæðisflokkurinn logar stafnanna á milli, Frjálslyndir glíma við flokkaflakk og Framsóknarmenn glíma við Guðna. Þetta er vægast sagt dapurt lið sem hefur leitt þjóðina í ógöngur sem forseti ASÍ líkir við móðuharðindin! Ég hef tekið púlsinn á þjóðarsálinni niðri á Austurvelli síðustu þrjá laugardaga og ég fullyrði að Íslendingar eru búinir að fá nóg af aumingjalýðræðinu, Við viljum nýtt Ísland án gömlu stjórnmálamannanna; örugg tök á stjórn landsins í stað fums og fáts; utanþingsstjórn bestu manna íslensku þjóðarinnar í stað óstjórnar landníðinga og trölla sem eru að stela jólunum. Þjóðin er búin að missa trúna á ríkisstjórn og þingi. Hún vill nýtt upphaf, nýjar áherslur - árangur í stað örbirgðar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 08:35
Sæll Baldur
Ég held við sjáum flest það sem þú ert að segja þarna. Annars held ég að Þorgerður Katrín verðu að hafa snör handtök ef hún á að ná forystu í Sjálfstæðisflokknum fyrir hugsanlegar kosningar í vetur. Það er eiginlega borðliggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að ganga í gegnum veruleg átök til að koma Davíð út og hans liði. Það verður ekki gert svona einn tveir og þrír, nema Davíð leiði sjálfur þann flótta.
Þú talar um Vinstri-Græna, nú var ég nýlega á fundi með Steingrími J. og þar ræddi hann m.a. Evrópumálin. Hans hugmynd var að bundið yrði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að kosið yrði um umsókn (viðræður) sem fyrst eftir kosningar og svo aftur um aðild að umsóknarviðræðum loknum.
Væri þetta ekki ásættanlegt fyrir Samfylkingu? Ekki það að Þorgerður Katrín sé ekki helvíti fínn kostur líka, en Sjálfstæðisflokkurinn er bara ekki ríkisstjórnarhæfur eins og er.
Brynjólfur Þorvarðsson, 2.11.2008 kl. 09:39
Persónulega tel ég flokkakerfi úrelt fyrirbæri og fullreynt. Það á að kjósa um persónur án hinnar úreltu og margþvældu tuggu um hægri og vinstri...eins og það sé ekkert annað hægt en að vera annað hvort.
Georg P Sveinbjörnsson, 2.11.2008 kl. 13:27
Já Baldur, þetta finnst mér liggja í loftinu. Hann Geir virðist vera í einhverskonar "sjálfsmorshugleiðingum" með flokkin sinn og örugglega er ekki gáfulegt að taka þátt í þeim leiðangri með honum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.11.2008 kl. 06:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.