Fyrirtaks kirkjuverðir!
3.11.2008 | 09:43
Menn eiga að hætta eftir 10-12 ár sem opinberir þjónar og hverfa aftur til fyrri starfa. Gömul saga og ný er að það fer illa með orðspor manna ef þeir ríkja of lengi. Og það þarf að setja stuðningsreglur í þessum efnum því að sumir geta ekki hætt og vilja ekki hætta. En hvað á að gera við þá? Gömlu störfin eru kannski horfin. Hér er lausn. Gamlir ráðherrar yrðu fyrirtaks kirkjuverðir og meðhjálparar. Þeir hafa tamið sér virðulega framkomu, kunna að koma fram við fólk og sumir eru spaugssamir sem er ágætt. Metnaðarfyllstu stjórnmálamennirnir gætu fengið að vera kirkjuverðir í Dómkirkjunni aðrir bara út á landi. Og þetta er hóflega borgað og mundi því ekki skerða eftirlaunin sem skerðast víst ekkert hvort sem er.
Og Þjóðkirkjan myndi fá nýtt vægi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð hugmynd Baldur. Þú lumar nú oft á þeim.
Bergur Thorberg, 3.11.2008 kl. 10:19
Ég sé seðlabankastjórana alveg fyrir mér, til dæmis í Dóm- , Hallgríms- og Háteigskirkju. Það er bara spurning um hver ætti að vera hvar. Dómkirkjan er auðvitað AÐAL, þó hún sé minni en hinar....gott að kirkjuverðir þurfa ekki að ryksuga Hallgrímskirkju lengur, þá hefði enginn viljað hana.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2008 kl. 12:10
Skrýtin hugmynd hjá þér. Ég hefði haldið að betra væri að hafa grandvart og heiðarlegt fólk sem kirkjuverði. Hvort sem er úti á landi eða í Dómkirkjunni.
Valdimar (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:57
Einhvers staðar verða uppgjafa-stjórnmálamenn að vera. Helst ekki í bankastjórn Seðlabankans, takk! Ég held þetta sé bara prýðishugmynd, altso fyrir þá þingmenn og ráðherra sem hafa góða mannkosti til að bera.
Einar Sigurbergur Arason, 10.11.2008 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.