Síðbúin stuðningsyfirlýsing að hætti annarra fjölmiðla!

Heimasíða mín lýsir yfir stuðningi við Barak Obama,  þar með fer ég í slóða annarra helstu fjölmiðla svo sem Morgunblaðsins, New York Times og Washington Post.

Kjör Baraks Obama yrði sögulegt þar sem hann yrði fyrsti blökkumaðurinn sem forseti.  Kjör hans yrði líklegt til þess að auka umburðarlyndi í heiminum.  Viðhorf hans myndu einnig stuðla  að annarri nálgun en hinni hernaðarlegu í samskiptum þjóða. Kjör hans gæti orðið upphaf nýrra og farsælli tíma. Þessar kosningar skipta því máli fyrir heimsbyggðina þ.m.t. Íslendinga.

Í félagslegum efnum liggur hugsun hans miklu nær okkur en hugsun andstæðings hans svo ekki sé minnst á varaforsetaefnið Söru Palin.  Reyndar finnst mér fyndið að margir Íslendingar styðja McCain sem utanaðkomandi áhorfendur. Aldrei myndi ég þora að kjósa þá yfir mig.

Heimasíðan býst við að kosning Obama verði nokkuð örugg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Sammála þér í einu og öllu hér.

Mun kapitalisminn ekki deyja fyrir rest. Ég meina.....hann virkar ekki!

Sigþrúður Harðardóttir, 4.11.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband