Að hafa vit fyrir auðmönnum!

Fáum við þá Ameríku sem við viljum. Þar sem sköpunarkenningin er ekki kennd sem vísindi.  Þar sem konur ráða líkama sínum sjálfar. Þar sem stofnfrumurannsóknir eru leyfðar. Næsti forseti Bandaríkjanna mun skipa þrjá  eða fjóra hæstaréttardómara og áhrif hans munu teygja sig langt inn í framtíðina. Það er því töluvert í húfi.

Fáum við Bandaríki Norður Ameríku  sem stuðla að umburðarlyndi í heiminum, stuðla að samræðu í stað stríðs?  Bandaríki sem vinna að því að keyra sig á endurnýjanlegri orku. Bandaríki sem hneigjast til velferðar?  Þetta kemur allt saman í ljós. Það ber þó að hafa í huga að einn forseti breytir út af fyrir sig litlu og að stjórnmál í Bandaríkjunum eru talsvert frábrugðin stjórnmálum í Evrópu. Meginkostirnir eru þó tveir bæði hér og þar og allsstaðar og um þá snúast stjórnmál þegar öllu er á botninn hvolft:  Annarsvegar eru þeir sem vilja óheftan kapitalisma (óheft frelsi) þar sem þeir ríku verða ríkari og hinir  fátæku mega súpa gums. Ríkið sé aðallega bara lögga og her.  Hins vegar eru þeir sem aðhyllast markaðsbúskap með töluverðu regluverki þar sem gætt sé  hag þess sem ekki getur (næga) björg sér veitt. Þar sem búið er svo um hnúta að öll börn komist í skóla og allir fái aðgang að heilsugæslu.

Þeir fyrrnefndu telja að réttlætið komi af sjálfu sér ef peningamenn fái að vísa veginn.  Hinir síðarnefndu vita, sumir af sárri reynslu, að vit þarf að hafa fyrir auðmönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrirverðu þig, sóknarprestur, fyrir að lýsa aftökum 1,3 milljónar ófæddra barna á ári hverju með yfirlætisfullu, léttúðugu orðunum: "Þar sem konur ráða líkama sínum sjálfar." Ófætt barn er ekki partur af líkama móður sinnar. Engin kona er einn dag með fjögur augu og næsta dag með tvö. Engin kona er bæði karlkyns og kvenkyns. Engin kona er í tveimur blóðflokkum. Engin kona er með tvö ónæmiskerfi. Horfirðu á þungaða konu, skaltu gera þér grein fyrir því, þjónn Guðs, að þar eru TVEIR líkamir, báðir með sér-erfðamengi og báðir með sinn lífsrétt, og reyndu ekki að skrökva öðru að sóknarbörnum þínum þar um, hversu mjög sem gömul skólapólitík kann enn að sitja í þér, því að þú átt að vera orðinn þjónn fagnaðarerindis og frelsunarverks Jesú Krists – ekki dauðra og deyðandi mannasetninga.

Jón Valur Jensson, 5.11.2008 kl. 04:14

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Amen, séra minn.  Þú ættir bardagamaður sem þú ert að berjast fyrir félagslegu réttlæti, gegn barnadauða, fyrir menntun fátækra barna, gegn hungri, óréttlátu efnahagskerfi í heiminum sem drepur milljónir barna.  Þú ættir að berjast fyrir notkun getnaðarvarna, Þú getir líka barist gegn fóstureyðingum og þá beint orðum þínum til manna og kvenna og mælst til þess að fóstureyðingar verði aðeins ráðlagðar í undantekningartilfellum svo sem eftir nauðgun eða þegar heilsu móður er stefnt í hættu og alltaf í öllum tilefellum bara á fyrstu vikum meðgöngu.  Til þess vísar þessi setning mín: Hún þýðir:  Fóstureyðingar á að leyfa eftir ákveðið ferli og skulu alltaf vera neyðarúrræði.  En bann við þeim er ekki leiðin.

Og hættu þessum einokunartilburðum á kristninniNálgun mín er sprottin úr siðfræðikennslu í Háskóla íslands, guðfræðideild.  

Baldur Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sé hún það, Baldur, þá er það áfellisdómur yfir siðfræðikennslu í Guðfræðideild Háskóla Íslands. Það má vera, að þér henti það hér, að ýmsir lesendur þínir taki þessi orð þín sem svo, að þú sért einungis hlynntur fósturdeyðingu í tilfelli nauðgunar, lífshættu móður, hættu á verulegum heilsuspjöllum hennar (reyndar hafa fósturdeyðingarnar sjálfar slík áhrif í mun fleiri tilvikum) og í tilfelli alvarlegra fósturgalla. En svo er því einmitt ekki farið um þína afstöðu, heldur ertu einn predikari auðveldrar löggjafar um fósturdeyðingar af félagslegum ástæðum og vilt greinilega hafa ástandið eins og það er: að hátt í þúsund ófæddum sé fórnað árlega á Íslandi og 1,3 milljónum í Bandaríkjunum. Einkavinur þinn í hverri þraut, Barack Obama, er ekki síður róttækur og barðist m.a.s. fyrir partial-birth abortion, sem er viðbjóðsleg. Hann mun ekkert gera til að tryggja rétt né velferð ófæddra barna – og þú gleðst.

En ekki skaltu leggja á mig ábyrgðina á menntun fátækra barna, barnadauða o.s.frv. – það var billeg 'mótröksemd' af þinni hálfu, að ég tali nú ekki um þegar þú gefur nánast í skyn, að ég sé eitthvað á móti baráttunni fyrir hag fátækra.

Ljúkið upp munni yðar fyrir hina ómálga, segir Ritningin. 

Jón Valur Jensson, 5.11.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband