Íslendingum lífsnauðsyn!
6.11.2008 | 18:16
Sammála þessu í meginatriðum. Innganga í ESB er Íslendingum lífsnauðsynleg ætli þeir að halda hlut sínum í samfélagi þjóða á 21. öldinni. Ef við tökum ekki þetta skref en eyðum næstu árum í það að ræða við Björn Bjarnason hvort við ættum frekar að nálgast Bandaríkin en Evrópu eða Steingrím J. um það hvort við ættum frekar að ganga í Noreg þá verður hér landflótti. Fólk er orðið þreytt á að láta spila burt eigur sínar og lífskjör í verðbólgu eða gengisbreytingum og mun í vaxandi mæli sækja í stöðugri samfélög.
Nóvemberáskorunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Síra Baldur !
Er það virkilega; okkur lífsnauðsynlegt, að ganga beygð og sneypt, undir háðsglósum Breta og Hollendinga (að ógleymdum Dönum), undir þetta afsprengi Þriðja ríkis Adólfs Hitler ? Það er; Fjórða ríkið, á Brussel völlum.
Trúi því vart; að þér sé alvara, klerkur góður.
Minni þig enn; á nauðsyn þess, að við tökum upp náið samstarf, við þær þjóðir, sem okkur eru velviljaðar og nánari,, það er : Kanada - Grænland - Færeyjar - Noreg og Rússland, hvað verða mætti burðarás, í náinni samvinnu Norður- Íshafs þjóða, á komandi tíð.
Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölvesi (Hveragerðis og Kotstrandarsóknum) /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:08
Sammála þér Baldur.
Stjónvöld eru búin að klúðra málunum svo illilega, að sennilega styttist í stjórnarbyltingu og upptöku evru hvort sem við náum samningi um það við evrópuþjóðir eður ei.
Kjartan Eggertsson, 6.11.2008 kl. 21:40
Sælir; enn !
Kjartan ! Þú hefir opinberað; hvað mig hefir grunað, um skeið, um and- þjóðleg viðhorf ykkar, í FF.
Ágætt; að þú mannast til, að sýna aula linku ykkar, til þess að falla í kramið, hjá hinum flokkunum.
Skömm; að þínum málflutningi, ESB fylgjari.
Með kveðjum þungum; en kveðjum samt /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:45
Er þér kunnugt klerkur góður, að
I. Í Finnlandi hefur atvinnuleysi s.l. 16 ár, aldrei farið undir 9%
Þar í landi er evran.
2. Á Spáni er atvinnuleysi 12%.
Þar í landi er evran.
3. Í Danmörku hafa matvæli hækkuð um 30% síðustu mánuði.
Landið er í ESB.
4. Evran hefur fallið um 19% gagnvart dollar, síðustu vikunar.
Guð hjálpi evrunni !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:46
Ég vona að þú færir betri rök fyrir kristinni kenningu í predikunarstólnum en þú gerðir hér, Baldur.
Jón Valur Jensson, 6.11.2008 kl. 22:51
Góð orð og pæling hjá þér Baldur og hverju orði sannara. Skrýtið hvernig menn geta elskað hugmyndafræði Davíðs Oddssonar meira en landið sitt.
Valsól (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:47
Að ganga í ESB núna við þær aðstæður sem við búum við er algjört glapræði. Við erum einfaldlega að segja okkur til sveitar í ESB. Er það framtíð þjóðarinnar að verða einhverjir sveitarómagar í ESB?
Samningstaða okkar gagnvart ESB er einfaldlega afleit. Við þyrftum einfaldlega að selja okkur á brunaútsölu til ESB eins og hver önnur ódýr mella í neyð.
Gleymdu þessu Baldur og aðrir ESB-sinnar. Við verðum fyrst tæk í ESB eftir svona 5-6 ár. ESB eru engin gógerðarsamtök né einhver hjálparsamtök. ESB vill fá eitthvað fyrir sinn snúð frá aðildarríkjunum.
Kannski að Bretar og Hollendingar myndu gera kröfur um að fá fiskimiðin og fallvötnin upp í IceSave-skuldirnar.
Þormóður G. Magnússon (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.