Hvar liggur grunnlína félagslegrar ábyrgðar?

Þetta er til fyrirmyndar.  það þarf að taka af alvöru á málefnum þeirra sem eru atvinnulausir.  Hluti vandans er auðvitað hvað atvinnuleysisbætur eru sorglega lágar, 136 þúsund krónur á mánuði. það er ekki hægt að lifa á því og borga um leið af húsnæði.  Atvinnuleysisbætur eru svona lágar til þess að þær fari ekki upp úr lágmarkskaupi.  Satt að segja er lágmarkskaup sorglega lágt.  það er heldur ekki hægt að lifa á því.  Kannski ættu atvinnuleysisbætur að vera hlutfall af þeim launum sem viðkomandi hafði, líkt og er um fæðingarorlof?  Hvers vegna ekki?  Hvert er annars hlutverk atvinnuleysisbóta?  Að halda fólki á lífi fram að næstu uppsveiflu?  Kannski ætti að skylda fólk til að greiða í eigin atvinnuleysisbótasjóð?

Annars snýst þetta um réttindi og skyldur í einu samfélagi. Er það frumskylda samfélags að sjá þegnum sínum fyrir vinnu? Fyrir framfærslu?  Hvar er grunnlína félagslegrar ábyrgðar? Er ríkið eitthvað meira en hópur skattgreiðenda sem vill komast sem léttast frá öllu saman? Eiga kannski Rauði Krossinn, kirkjur og Hjálparstofnanir að sjá um atvinnulausa, fleyta þeim yfir jólin?  Hvernig nær maður þá í þá sem láta ekki bæra á sér, stara bara á vegginn og arga á börnin?  það er margs að spyrja?


mbl.is Sérstök námsbraut fyrir atvinnuleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sæll Baldur.

Ég er sammála þér að atvinnuleysisbætur eru alltof lágar.

Ég er hinsvegar öryrki og fæ kr.124.531.00 á mán. Ég viðurkenni fúslega að það er allt í járnum hjá mér núna, afborganir af húsinu hækka stöðugt og með sama áframhaldi missi ég kofann.

Ég er að eðlisfari bjartsýnn, þrátt fyrir allt, en nú er ég búinn að fá upp í kok.

Þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi lýst því yfir að bankamálin verði rannsökuð til hlítar þá óttast ég mest að niðurstaðan verði sú sama og svo oft áður: Enginn er ábyrgur.

Með baráttukveðjum.

Jökull

Þráinn Jökull Elísson, 7.11.2008 kl. 22:05

2 identicon

Baldur minn. Það ER fólk sem lifir jafnvel á minna en 136.000 á mánuði og borgar af húsnæði og hefur gert LENGI, jafnvel svo árum skiptir. Þessi hópur eru öryrkjar á Íslandi. Fólkið sem margir, meira að segja Davíð Oddsson segi að geri sér leik að því að standa í biðröðum Mæðrastyrksnefndar og stundi annarsskonar svindl á kerfinu vinstri hægri. Ég vona að það fólk sem áður hafði kannski 300.000 + til ráðstöfunar mánaðarlega og var smekkfullt fordóma gagnvart þessu fólki, læri nú af reynslunni og öðlist meiri skilning á aðstæðum og lífsbaráttu öryrkja. Sú lífsbarátta er hörð og þar tala ég af eigin reynslu.

Gerdur (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband