Verður jörðin óbyggileg!
9.11.2008 | 16:21
Hér heyrir maður Peter Schiffer spá kreppunni með óhugnanlegri nákvæmri og Arthur Laffer helsta efnahasmógúl Regans, sem Bogi tólk viðtal við og kom hér á síðasta ári, mótmæla næstum því hæðnislega. http://www.youtube.com/watch?v=LfascZSTU4o
Hlustandi á þetta minnist ég þess að breskur vísindamaður hefur spáð með rökum mjög hröðu brotthvarfi lífvænlegra skilyrða á jörðinni vegna umhverfishitnunar af manna völdum. Sá talar um tuttugu ár þangað til mannlíf eins og við þekkjum það tilheyri sögunni. Þeir eru til sem telja sig hafa efni til að hæðast að honum.
Það góða við þetta síðara er að þá verður efnahagskreppan hjóm eitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru fleiri raddir í eyðimöfkinni, sem hafa hrópað þetta af tindum og meira að segja viðurkenndi skaðvaldurinn Bernenke að það yrði samdráttur um mitt ári. Ron Paul, hefur verið oþreytandi í að benda á þennan "road to hell" í mörg ár og svo hefði verið vert að hlusta á Múltimillann og hagspekinginn Jim Rogers, en við ættum að muna eftir honum þegar hann kom hér við á gula ofurbenzinum sínum og ók umhverfis landið í hnattferð sinni.
Það eru kostir við kreppu í umhverfistilliti. Við munum leitast frekar við að minnka olíunotkun og leita annarra leiða. Opin leið fyrir íslendinga, með litlum tilfæringum, er að svissa yfir í alkohól eða alkohólbensín blöndu. Neysla og framleiðsla mun minnka og hefur það raunar skelfilegri skammtímaáhrif en langtímaáhrifin, sem þú nefnir.
Það eru enn deildar meiningar um loftslagsmál og vert er að benda á sólblettakenninguna, sem virðist vera nokkuð rétt ályktun og nú er t.d. sólin í metsvefni hvað varðar sólbletti og sjást varla nokkrir blettir. Þetta hefur áhrif og skekkir a.m.k. niðurstöður mælinga nú. Raunar hefur verið að kólna hér á jörð frá því um 1993 en veðurfarsleg afbrigðilegheit hafa líka verið meiri en í meðalári.
Það er þó ljóst að co2 útspýting er ekki að bæta aðstæður.
Jörðin verður óbyggileg með núverandi línulaga neyslumunstri og corporative kapítalisma, sem eirir hvorki mannlífi né náttúru í þenslu sinni. Einhverstaðar stoppar þetta og við erum að sjá fyrstu merki um slíkt.
Hér er einföld mynd, sem sýnir þetta línulaga kerfi, sem er að ganga frá okkur og verður að fara að endurhugsa eins og peningapólisíu heimsins. Kannski gerist það sjálfkrafa með mikilli blóðtöku.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 19:32
Nefna má að Rogers fjárfestir nú hvað hann getur í landbúnaði og er það ekki bara til að hafa völd í matvælaframleiðslu heldur til að sölsa undir sig Biofuel markaðinn, sem mér finnst vera slæmar blikur.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 19:35
Annað gott við þetta er að við þurfum kannski aldrei aftur að tala um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Jei!
Alexander (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:50
Hvað vísindamaður og með hvaða rökum spáir hann dauða lífsins vegna hitunar?
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2008 kl. 20:52
Þennan snilling (Laffer) flutti Hannes Hólmsteinn inn til að halda fyrirlestra og fékk frétt eftir frétt um hann í SJÓNVARPI ALLRA LANDSMANNA!
Athygliverð umræða og virðist sem Peter Schiff hafi haft rétt fyrir sér. Hann segir að skuldaaukning bandaríkjamanna hafi að mestu runnið til indverja og kínverja.
Lánsféð hafi verið notað til neyslu heimilanna, en áður fyrr var það notað í að byggja upp framleiðslugreinar.
Afleiðingin varð falskt eigið fé fyrirtækjanna, sem byggðist á innistæðulausum skulda- og hlutabréfum (verðbréfum.) Sama gerðist hér, eða hvað?
Theódór Norðkvist, 9.11.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.