Reiðistjórnun fjölmiðla!

Ég er orðinn þreyttur á þessum námskeiðum í reiðistjórnun sem ég fæ þegar ég horfi á fréttir sjónvarpsins.  Sálfræðingar og gervisálfræðingar eru dregnir fram fram til að segja okkur að við séum að fara í gegnum eitthvað reiðistig.  Líðan okkar sé skiljanleg, við verðum bara að átta okkur á henni – síðan kemur þá væntanlega fyrirgefningin og sættin.  Flaggað er sálfræðikenningum sem eiga fyrst og fremst við þegar fólk missir ástvini. Mér finnst hin opinbera fréttastofa vera að tala svolítið niður til fólks.  Veriði bara róleg þið eruð á ákveðnu stigi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las einmitt um þessa fimm stiga kenningu um daginn. Þá lærði ég að hún hefði verið sett fram einungis varðandi þá sem væru að deyja og að það hefði nú ekki verið sérstaklega stórt úrtak sem var notað. En einhvern veginn komst þetta inn í almenningsvitund og er notað um hluti sem þetta átti aldrei við um.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég held að reiðin sé meiri en hún þyrfti að vera. Ef stjórnvöld væru duglegri að tala við okkur almenninginn og næmari fyrir þörfum okkar, þá liði okkur skár. Það er þessi tilfinning að fá lítið að vita og sjá ekki hvort stjórnvöldum er treystandi sem magnar reiðina upp úr öllu valdi.

Einar Sigurbergur Arason, 10.11.2008 kl. 01:31

3 identicon

Heyr, heyr, Einar. Dittó Baldur. Málið við kreppu er að hún er seigfljótandi, viðvarandi ástand þar sem fólki gefst ekki tími til að syrgja "í takt" eins og við lát ástvina eða atvinnumissi. Hvernig hópkreppa virkar er best að lesa um í bókum, t.d. eftir Erich Maria Remarque, Fallandi gengi, Þrír vinir etc.

Eina leiðin til þess að stjórnvöldum verði treystandi (= sefa reiði almennings og minnka vægi kreppunnar) er að þau veiti upplýsingar, líka þessar verstu. Að þau axli ábyrgð og sýni ljóst hvað þau hyggjast fyrir. Að þau dragi til ábyrgðar þau sem hafa brotið á okkur, en veiti þeim ekki nýjar stöður í kerfinu ...

En fyrst og fremst að þau viðurkenni að þau hafi sofið á verðinum, að þau hafi reynt að hilma yfir og lofað upp í ermina á sér og muni því ekki sækjast eftir endurkjöri!

Það myndi allavega ærlegur maður gera.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 07:16

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég tel að réttlát reiði sem bæld sé niður skapi aldrei þá sátt og þá lausnartilfinningu sem okkur er svo eiginlegt að vilja upplifa eftir áfall. Reiðin er jú þáttur í þessu ferlig. Fái Íslendingar ekki að verða reiðir stjórnmálamönnum sínum og sjái Íslendingarnir ekki að reiði þeirra sé sinnt, má búast við enn erfiðara ferli, sjálfshöfnun og orkubresti meðal fólks. Réttlát reiði leiðir oft til einskonar innri hreinsunar, staðreyndajöfnunar og sáttar.

Leyfum því reiði fólksins að koma fram og hlustum á hvert annað og krefjumst úrbóta í landinu.  Látum ekki fréttastofu RÚV stýra sorg fólks, því sannarlega er þetta sorgarferli fyrir alla þjóðina.

Baldur Gautur Baldursson, 10.11.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband