Nú segir Framsókn B - en skiptir það máli?

Nú eru þeir að koma sem harðast spyrntu við því sem sjálfsagt er og óhjákvæmilegt. Framtíð okkar Íslendinga liggur í samstarfi fullvalda þjóða innan ESB.  Það hefur legið fyrir lengi.  Og aldrei eins augljóst og nú. Fjölskylda okkar í samfélagi þjóða eru Evrópuþjóðir.  Í raun og veru er þetta mála málanna nú og á næstu mánuðum og það er ekki hægt að hafa ríkisstjórn sem tekur ekki ákvörðun um að leita aðildar. Framsókn hefur sagt A lengi en ekki B.  Það fer eftir því hvað viðsnúningur Sjálfstæðisflokksins verður mikill hvort  að B ið nú skiptir einhverju máli.
mbl.is Guðni vill skoða ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Mig langar að benda ykkur á þessa færslu hjá mér ef ég má -->
Sævarinn vill EKKI skoða ESB-aðild !

Sævar Einarsson, 15.11.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ace:  Evrópuþjóðirnar vinir okkar hafa akkúrat rétt fyrir sér. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.11.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Við eigum fyrst og fremst samleið með nágrannaþjóðum okkar,Noregi, Færeyjum og Grænlandi.Færeyjar hafa auk þess þá sérstöðu að hafa gengið úr ESB. Engin þessara þjóða er í ESB og eru ekki á leiðinni inn.ESB er á valdi djöfulsins og þarf meðfarð samkvæmt því.Þjóðkirkjan á að biðja fyrir Evrópuþjóðunum þar sem er 10-15 prósent atvinnuleysi og fer vaxandi.Framtíðin er í norðrinu, Áfram Ísland.Í guðs friði.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 15.11.2008 kl. 17:43

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Af hverju þessi gassagangur í kringum ESB - er ekki rétt að við reynum að greina fyrst efnahagslegu hörmungarnar, átta okkur á hvernig samfélag við viljum byggja upp, og taka síðan upp umræðuna um ESB.

Aðeins þannig held ég göngum við á guðsvegum. 

María Kristjánsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæl María!  Ég hef haldið því fram í áratug að við ættum heima í samstarfi fullvalda þjóða í Evrópu. Sú skoðun mín hefur m.a. mótast af kynnum mínum af alvöru vinnubrögðum á Evrópuvettvangi á mannréttindasviði. Ég hef metið það þannig að við ættum ekki að standa ein í laustengdum böndum við aðra. Því miður reyndist ég, ásamt þúsundum öðrum, hafa allt of mikið rétt fyrir mér.  Í hörmungum undanfarna vikna hef ég enn styrkst í þeirri skoðun að Evrópa sé okkar rétti vettvangur og nauðsynlegur.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband