Greifi að næturþeli?!

Af hverju þarf Ríkissjónvarpið að sýna  hið sígilda meistaraverk Greifann af Monte Christó að næturþeli.  Þetta er klassískt drama um mann sem er svikinn af vinum sínum, settur í Dýflissu, úrskurðaður dauður.  Er svo heppinn að komast í samband við vitran prest í næsta klefa og safnar viti og þekkingu drifinn áfram af hefndarþorsta, kemur til baka, finnur fjársjóð, rústar óvinum sínum og sættist við líf sitt.  Ekta lærdómur fyrir íslenska þjóð og okkur hvert og eitt.  Gefumst ekki upp.  Söfnum viti og þekkingu og auði. Aldrei eru öll sund lokuð. Komum til baka. Missum aldrei vonina.  En gleymum ekki þekkingunni og vitinu.

Þessa mynd á ekki að sýna að næturþeli. Það á að sýna hana fyrir og eftir hádegi á sunnudögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband