Aðeins tvær leiðir í boði!

Það má Halldór Ásgrímsson eiga að hann var framsýnastur íslenskra stjórnmálamanna þegar kom að Evrópumálum. Og Framsóknarflokkurinn virðist núna heill og óskiptur í því að það sé lífsnauðsynlegt íslenskri þjóð að ganga í ESB og taka þar með fullan þátt í samstarfi fullvalda þjóða í Evrópu.

Út úr þeirri kreppugjá sem við erum nú í eru aðeins tvær leiðir. Enn en rússibanaferðin með íslensku krónunni eða innganga í ESB.  Með þjóðum Evrópu eigum við heima og aðeins í kompaníi með þeim næst fram lágmarks stöðugleiki. Fari núverandi ríkisstjórn ekki að vinna eftir inngönguáætlun er ekki um annað að ræða en að  hreiðra um sig í stjórnarandstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur ! O; ekki skyldi mæra þennan illa skálk, Halldór Ásgrímsson, að óverðskulduðu. Einn mestu tjónavalda, í okkar samtímasögu, sem þér ætti fullkungt að vera.

ESB; í krafti stærðar sinnar, sem rótgróinnar nýlenduhyggju sumra aðildarlandanna, ásælast, sem aldrei fyrri, auðlindir okkar, ekki hvað sízt, í ljósi mögulegra olíu- og jarðgaslinda, einnig.

Skúma safn; hvert okkur ber, að varast, eftir allra fremsta megni, klerkur góður. Minni enn; á nauðsyn samheldni Norður- Íshafs þjóða, með Kanadamönnum - Grænlendingum - Færeyingum - Norðmönnum og Rússum, í komandi framtið, á eðlilegum samstarfs grunni, klerkur góður. 

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölvesi (Hveragerðis- og Kotstrandar sóknum)

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband