Berlingske Tidende?
29.11.2008 | 10:10
Syrtir í álinn? Sérkennileg staða yrði komin uppp ef Morgunblaðið hætti að koma út eða yrði það lélegt að það yrði ekki kaupandi. þessu hefði ég að vísu fagnað fyrir einhverjum árum þegar snepillinn mismunaði stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum, var verndari hagsmuna Sjálfstæðisflokksins, en nú er blaðið eina blaðið sem hægt er að kaupa og fá sent heim fyrir utan héraðsfréttablöð sem segja frá atburðum í héraði. Svarið við hruni Moggans yrði að kaupa sér erlent blað því að fái maður ekki blað i krumlurnar á morgnana fer fyrir manni eins og kónguló sem ekki finnur vefinn sinn. Ég reyndi þetta fyrir nokkrum árum - keypti Herald Tribune á tilboði. Það kom í slumpum og líf mitt fór á hvolf, ekkert lesið suma daga en aðrir fóru í lestur. Ég varð eins og afi minn og hans jafnaldrar vestur í Dölum sem fengu Tímann eða Ísafold og Vörð (eftir því í hvaða andlega fjöldafangelsi þeir voru) í þriggja daga slumpum. Það skyldi þo ekki vera að þeir tímar væru að koma nema nú yrði blaðið Berlingske Tidende eða Herald Tribune?
Að flestu leyti hefði maður gott af því. Íslenska sjónarhornið er mjög þröngt og sjálfselskt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Facebook
Athugasemdir
Við þurfum bara að endurverkja Tímann. Man að ég elskaði Heimilstímann þegar ég var ung að árum....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.11.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.