Heimurinn breytist!
1.12.2008 | 15:53
Þegar betur er að gáð eru þessar þjóðir Sviss og Íslendingar síst sjálfstæðari en aðrar Evrópuþjóðir. Þær hafa báðar byggt velferð sína á frjálsum flæði fjármagns og vinnuafls milli landa og þurfa báðar sárlega á öðrum þjóðum Evrópu að halda til þess að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Svisslendingar þurfa innistæðurnar sem koma með bankaleyndinni. Íslendingar rændu innistæðunum og spiluðu þar með rassinn úr buxunum og þurfa nú stuðning Evrópuþjóðanna. Það má segja um báðar þessar þjóðir að þær hafa verið fórnarlömb íhaldssemi og gamaldags skilnings á fullveldi. Heimurinn breytist.
Svisslendingar farnir að efast um einangrunarhyggjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svisslendingar munu ekki verða langt á eftir okkur Íslendingum að Dollara-væðast. Margt bendir til að Fjórða Ríkið (ESB) sé komið á grafarbakkann og stórvelda-draumar þess muni hvíla lengi með öðrum fornminjum Evrópu.
Við í Dollar Strax erum þegar farin að miðla Svisslendingum af reynslu okkar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.12.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.