barn liggur blæðandi.......

Í dag er alþjóðadagur fatlaðra og í dag skrifaði Ingibjörg Sólrún undir sáttmála um bann við klasasprengjum. Sáttmálinn bannar notkun og framleiðslu á slíkum sprengjum. Eitt hundrað þjóðir hafa verið að vinna að gerð hans í Osló. Eftir öðru er að Bandaríkin skrifa ekki undir. Hvergi er þó Guðs trúnni hampað meira en þar. Rússar skrifa ekki undir og ekki Indverjar og ekki Kínverjar.  Klasasprengjur deyða og gera örkumla saklaus börn löngu eftir að stríði er lokið. Jarðsprengjur eru sömu náttúru. Til er samningur um bann við framleiðslu þeirra og notkun. Stórveldin hafa ekki skrifað undir hann. Ég held að Ísland hafi ekki heldur gert það.

Í Mósamik er allt fullt af jarðsprengjum síðan í borgarastríðinu á áttunda eða níunda áratugnum. Barn fer úr að leika sér.  Næsta sem vitað er að það liggur meðvitundarlaust og blæðandi.  Sem betur fer hefur stoðtækjaframleiðandinn Össur létt líf margra slíkra barna, þeirra sem hægt var að bjarga......

Við Íslendingar ættum að gerast alþjóðleg hjálparsveit og beina kröftum okkar að friðarstarfi.  Það stendur okkur nær en að þvælast í stríð með stórveldum og er virðingarverðarar en sækjast eftir setu við háborð. En umfram allt ættum við að virða þá sem eru fatlaðir í umhverfi okkar og létta þeim lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér Baldur !

En hvað með þessa sýndarmennskulegu herfræði um þetta stórfurðulega  og algerlega tilgangslausa oftrýmiseftirlit sem er nú alls ekki neitt merki um eitthvað sérstakt friðarstarf ISG, nema síður sé.

En eitt dæmið um hvað þessi hrokafulli formaður Samfylkingarinnar er ömurlega vemmilegur, verri en amerísk rjómabolla !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já hvaða gagn er að þessum sýndarvörnum viku í senn nokkrum sinnum á ári? Og gegn hverjum? Hver sem óvinurinn er hlýtur hann að áta sig á því núna t.d., að Bretar hættu við að verja okkur! Við erumn varnarlaus þjóð

Þorgrímur Gestsson, 3.12.2008 kl. 23:14

3 identicon

Jæja Baldur minn. er nú kominn jólamandlan í þig. "Bara til átu". Af hverju hafðir þú nú ekki vit fyrir þessum galgopum, Dóra og Davíð þegar þeir réðust með alvæpni, klasasprengjur, jarðsprengjur, hvað heita nú aftur þessi fjöldeyðivopn sem er búið að nota í 5 ár, með fullri heimild Baldurs, mín og allra annarra landsmana í Írak. Alltaf gott að vera vitur eftirá. En eftir hvað? Er ekki heldur seint í rassinn gripið þegar kúkurinn er dottinn?

Já nú man ég, bráðum koma blessuð jólin og þá þurfa blessaðir prestarnir að klifra hátt í rjáfur upp, og flytja fósturjörð vorri og forsvarsmönnum fyrrverandi og núverandi, lof og prís. Já hvernig skyldi nú hið heilaga orð hljóma í ár? 

Þórbergur Torfason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 03:25

4 identicon

Sæll Baldur.

Já,þessi tortíming á mannslífu,saklausum í þágu VALDS er einu orði sagt viðbjóðsleg.

Og þú nefnir þarna ríkin og þar á meðal Bandaríkin,ef að hinir sannkristnu hefðu alræðisvald í þessu ríki væri þessu ekki svona komið...held ég.Sannkrisyið fólk er fullt af kærleika til lífsins og lifir eftir því..held ég. Veistu það að það er til fullt af fólki sem telur sig Kristið en hagar sér ekki eftir því.

Hver ætlar að segja mér að BUSH sé Kristinn maður þó að hann segi öllum það. Hver lætur taka andlega fatlað fólk af lífi fyrir gerðir sem það er veit ekki að það gerir. Það er ekki Kristni...held ég.

Annars mjög góður pistill hjá þér. Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 04:25

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek heilshugar undir orð þín, Baldur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband