Hvar er Agnes núna?

Maður les að hinir og þessir valdahópar, sem sagðir eru hafa auðgast á því að selja lífsbjörgina frá fólkinu sumir hverjir og eru auðvitað á móti ESB sem myndi auka hér réttlæti og stemma stigu við spillingu og klíkuskap séu að bera víurnar í Morgunblaðið og allir vita að blöð á Íslandi eru notuð í pólitískum tilgangi helst flokkspólitískum.

Ég spyr:  Af hverju getum við lesendur ekki eignast Morgunblaðið? Getur ekki einhver skipulagt það?  Hvar er Agnes? Þegar öllu er á botninn hvolft erum það við sem höldum blaðinu uppi – kaupendur og lesendur.  Ef Mogginn kemst í hendurnar á þeim sem seldu kvóta úr byggðarlagi og hafa einhverja slíka slóð að verja þá er ég farinn og geri Færeyjartíðindi að mínu blaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bæði Dimmalættingen (www.dimma.fo) og Sósilalurinn (www.sosialurin.fo) eru ágætis blöð en ég veit svo sem ekki hverra hagsmunum þau þjóna.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:15

2 identicon

Them being fighting words ... sem ég tek heilshugar undir. Hvernig er þín færeyska, Baldur?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Mjög sammála þér, Baldur.

Nú stendur upp á ríkið = okkur að tryggja frjálsa og óháða fjölmiðlun.

RÚV er eini fjölmiðillinn sem kemst nálægt því. Hann þarf að efla. -Og það er nauðsynlegt að koma á bloggsvæði á RÚV vefnum, því ekki er á vísan að róa með Moggann.

Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar sagt er frá "fjárfestum", sem íhuga kaup á Mogganum.

Hverjir? Í hvaða tilgangi?

Jón Ragnar Björnsson, 4.12.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband