Leggjum af átakahefð - gerumst alvöruþjóð!

Gerum Ísland að alvöruþjóð. Tökum almennilega til. Förum að ráðleggingum Evrópuráðsins og Sameinuðu Þjóðanna í mannréttindamálum. Gerum bæina allt í kringum landið fallega.  Gerum Reykajvík að fallegri borg.  Leggjum reiðhjólastíg meðfram öllum hringveginum. Merkjum reiðleiðir um allt land.  Bönnum auðmönnum að loka svæðum. Gerum auðlindina við landið aftur að almenningseign. Ökum um á sparneytnum bílum.Finnum sáttaleiðir í viðkvæmum deilumálum.  Útrýmum átakahefð hvort heldur er á landsvísu eða á sveitastjórnarstigi. Leggjum úreltum stjórnmálamönnum.Verum óhrædd við að tjá okkur en gerum það kurteislega.  Stöndum með þeim sem beittur er órétti. Gefum gaum að börnum okkar. Gefumst aldrei upp.  Þetta og svo ótalmargt annað getum við gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, eru þetta ekki meðal helstu markmiða okkar sem viljum að nú verði farið að byggja upp nýtt, sanngjarnt samfélag? En við verðum að byrja á að skipta um nánast alla stjórnmálamenn. Þá kemur náttúrlega að því stóra vandamáli að finna fólk sem er vandanum vaxið, sem við getum treyst til að hafa forystu um þessa uppbyggingu. Ætli fyrsta ágreiningsefnið verði ekki þar? Um ESB: Þar þarf hvorki þau trúarbrögð að við eigum að ganga í sambandið né heldur að það sé af hinu illa að gera það. Næstu forystumenn okkar eiga að sjá til þess að öll spil verði sett á borðið og okkur sagðir kostir og lestir á ESB. Svo tekur þjóðin ákvrörðun.

Þorgrímur Gestsson, 5.12.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Fallegt er þetta.

María Kristjánsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:03

3 identicon

Góð færsla hjá þér sem ég tek heilshugar undir, breytinga er þörf, gerum Ísland að góðu landi fyrir alla, ekki bara einhverja útvalda, því miður verð ég að segja að menn virðast þó róa öllum árum að þvi að halda í sama fyrirkomulagið og koma okkur um koll, það er a.m.k. mín skynjun á aðgerðum stjórnvalda - sem auðvitað þurfa að víkja fyrir betra og heiðarlegra fólki.

Steinar Immanúel Sörensson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 19:12

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Alvöruþjóðir standa vitanlega aldrei í átökum, hvorki innbyrðis né við nágranna sína.

Páll Vilhjálmsson, 5.12.2008 kl. 19:14

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Við HÖFÐUM alla burði til að vera fremstir meðal þjóða og öðrum til fyrirmyndar.

Sá kostur er ekki lengur í boði fyrir 90% þjóðarinnar.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.12.2008 kl. 19:14

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nýtt Ísland og nýtt hugarfar...akkúrat málið

Heiða B. Heiðars, 5.12.2008 kl. 20:09

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Markmiðin eru góð en hvernig á að fjármagna þetta? Ef þú ert til í að senda auðmönnunum reikninginn er ég til. Það er verið að leiða okkur hin inn í hópgjaldþrota og erum því ekki aflögufær.

Héðinn Björnsson, 5.12.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel mælt!  Þetta er ekki bara draumsýn, heldur vel geranlegt.  Vona innilega að þessi fallega mynd hugsunar þinnar Baldur komist til framkvæmda og að þjóðin beri gæfu til að upplifa þetta einn góðan dag. Það er einmitt svona hlutir sem við ÞURFUM að heyra í dag, þegar skóinn kreppir og allt virðist óspennandi og drungi yfir öllu. 

Bættu við listann auknu beinu lýðræði (eins og í Sviss), taka vígsluréttinn frá kirkjunni, gerum landið að einu kjördæmi og skiljum að ríki og kirkju  :)     

Baldur Gautur Baldursson, 6.12.2008 kl. 07:34

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vel mælt, séra minn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 08:55

10 identicon

Hversu raunhæft telur þú að við getum lagt úreltum stjórnmálamönnum og komið á samfélagi sem ekki byggist á auðvaldi, án þess að komi til átaka?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:00

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Baldur: Ég bíð spennt eftir því hvaða svar/svör þú hefur við spurningu Evu...

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2008 kl. 15:00

12 identicon

Miðað við það að atvinnuleysistryggingjasjóður hefur efni á 6% atvinnuleysi í eitt ár (kostar 6 milljarða), ætti áætlun þín að vera rakið dæmi. Við tökum lán upp á litlar 30 milljónir og látum 10% þjóðarinnar vinna að markmiðunum sem þú nefnir í þrjú ár. Sendum síðan bönkum og auðmönnum sem féflettu okkur með glæfrafjárfestingum reikninginn í formi hátekjuskatta.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 12:33

13 Smámynd: Heidi Strand

Vel sagt, en fyrst verður öll þjóðin að vakna.

Heidi Strand, 7.12.2008 kl. 16:40

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Allt gott og blessað - en hvernig berum við okkur að?

Stór hluti þjóðarinnar vill nota tækifærið og losa okkur við slæma siði og aðferðir fortíðar. Nú er visst lag - en hvað bera að gera?

Er hægt að nota eitthvað af gömlu flokkunum? Verður afstaðan til ESB til þess að kljúfa framfaraöflin?

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.12.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband